Sálmabók

176. Hvað stoðar þig allt heimsins góss

1 Hvað stoðar þig allt heimsins góss og gæði
og gull og silfur, skart og dýrðleg klæði
er ber þú utan á þitt dauðlegt hold?
Hvar liggur það þá líkaminn er dauður
og langt frá öllu prjáli hvílir snauður
í myrkri mold?

2 Veist þú þá ei að dómsins lúður dynur,
þá djásnið fölnar, veldisstóllinn hrynur
og gullkálfurinn hjaðnar eins og hjóm?
Veist þú þá ei að ekkert gildi hefur
öll auðlegð heims og neina bót ei gefur
við Drottins dóm?

3 Vor auðlegð sé að eiga himnaríki,
vor upphefð breytni sú er Guði líki,
vort yndi' að feta' í fótspor lausnarans,
vor dýrðarskrúði dreyrinn Jesú mæti,
vor dýrðlegasti fögnuður og kæti
sé himinn hans.

T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Kingo 1674 – Paradísarlykill 1686 – Sb. 1751
Legg ut på djupet
Tilvísun í annað lag 180
Eldra númer 179
Eldra númer útskýring T
Biblíutilvísun Lúk. 12.16–21

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is