Sálmabók

239b. Þín kirkja, góði Guð

1 Þín kirkja, góði Guð,
þú gef að standi
um aldir óbifuð
af öllu grandi
og orðið þitt til enda heims að megi
til Jesú lýsa lýð
sem leiðarstjarna blíð
á vorum vegi.

2 Lát byggðir blóma ná
og blessun hljóta,
lát réttinn framgang fá
og frið ei þrjóta,
lát sannleikssól oss sífellt öllum lýsa
og rétta lífs á leið
um lífdaganna skeið
oss veginn vísa.

T Thomas Kingo 1674 – Nikolaj F.S. Grundtvig 1833 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Din kirke, gode Gud
L Hardenack O.C. Zinck 1796 – PG 1861
Nu rinder solen op af østerlide
Sálmar með sama lagi 407
Eldra númer 293
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is