Sálmabók

44. Í upphafi var orðið fyrst

1 Í upphafi var orðið fyrst,
það orð var Guði hjá.
Það játum vér um Jesúm Krist
er jörðu fæddist á.

2 Hann var það lífsins ljósið bjart
er lýsir upp hvern mann
en svo var manna myrkrið svart
að meðtók það ei hann.

3 Hann kom til sinna, kom með frið,
hann kom með líkn og náð
en þeir ei kannast vildu við
síns vinar líknarráð.

4 En hver sem tekur honum við
og hýsir Drottin sinn
fær náð og sigur, sæmd og frið
og síðast himininn.

5 Já, Guðs son kom í heiminn hér
og hann varð mönnum jafn
að Guðs börn aftur verðum vér
og vegsömum hans nafn.

T Valdimar Briem, 1897 – Vb. 1912
L Este 1592 – Sb. 1997
WINCHESTER OLD
Tilvísun í annað lag 482 59
Eldra númer 93
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 1.1, 5, 11

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is