Sálmabók

59. Hve fagurt ljómar ljósaher

1 Hve fagurt ljómar ljósaher
á loftsins bláa geim.
Hve milt og blítt þau benda mér
í bústað Drottins heim.

2 Hve björt og fögur sú var sól
er sást um austurgeim
og fegurst skein hin fyrstu jól
við fæðing Guðs í heim.

3 Ó, lát þá stjörnu lýsa mér
um lífsins eyðisand
og sýna mér nær fjörið fer
hið fyrirheitna land.

4 Ó, lát þá stjörnu lýsa mér
um lífsins myrka dal
og leiða mig, nær lífið þver,
í ljóssins bjarta sal.

T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Peder Knudsen 1859 – Sb. 1997
Jeg er så glad hver julekveld
Tilvísun í annað lag 44
Eldra númer 110
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Matt. 2.1–2

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is