Sálmabók

460. Ó, hvað þú, Guð, ert góður

Ó, hvað þú, Guð, ert góður,
þín gæska' og miskunn aldrei dvín.
Frá lífi minnar móður
var mér æ nálæg aðstoð þín.
Mig ávallt annast hefur
og allt mitt blessað ráð
og mér allt gott æ gefur,
ó, Guð, þín föðurnáð.
Það mér úr minni' ei líði
svo mikli' eg nafnið þitt
og þér af hjarta hlýði,
þú hjartans athvarf mitt.

T Páll Jónsson – Sb. 1871
L 15. öld – Kugelmann 1540 – Sb. 1589
Nun lob mein Seel, den Herren
Sálmar með sama lagi 174
Eldra númer 7
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is