Sálmabók

58. Gef mér ei heimsins gull

1 Gef mér ei heimsins gull né prakt
en gef mér heilög jól.
Gef mér dýrð Guðs og englavakt,
gef frið um jarðarból
og kærst og best sem kætir mest
að konung minn ég fæ sem gest.
Gef mér ei, Drottinn, gull né prakt,
gef þinna engla vakt.

2 Gef þú mér blessað bú á jörð
og börn við tré í hring
er myrkrin lýsir lífsins orð
og leiftrar allt um kring.
Gef, Drottinn, nú mig gistir þú
með gleði, huggun, von og trú.
Gef mér þann frið á fósturjörð
sem flytur Drottins orð.

3 Í kotin jafnt sem konungsbú,
ó, kom þú jólatíð
og færðu heimi huggun nú
þótt heyi jarðarstríð.
Guð einn sá er sem aldrei fer.
Ver ætíð,Drottinn, hér hjá mér.
Í kotin jafnt sem konungsbú
kom huggun heimsins nú.

T Zacharias Topelius 1887 – Kristján Valur Ingólfsson 2010 – Vb. 2013
Ei valtaa, kultaa, loistoa
L Jean Sibelius 1909 – Vb. 1976
Ei valtaa, kultaa, loistoa / Giv mig ej glans
Sálmar með sama lagi 72
Eldra númer 808
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is