769. Nú svífur röðull sumarfagur ♥
1 Nú svífur röðull sumarfagur
sem svanur fram við gullin ský,
nú byrjar aftur blíðuhagur,
nú brosir jörðin fædd á ný,
nú lyftir Drottinn sinni sjón
og signir loft og höf og frón.
2 Nú opna blómstrin augun þýðu,
nú ilmar þeirra konungsskart,
þau drekka Herrans dýrðarblíðu
með daggartár af gleði bjart
og hrósa þögul Herrans dýrð
með hugsun sem ei verður skýrð.
3 Nú mundu fjöll og hálsar hljóða
og hefja Guði lofsöngsmál
ef lífsins föður gæsku góða
ei göfga vildi mannsins sál:
Lof sé þér, Guð, sem minnist mín
á meðan nokkur geisli skín.
T Matthías Jochumsson 1870 – Sb. 1945
L Lars Nielsen 1876 – BÞ 1903
Saa vidt som Solens Straaler stige