Alþjóðlega bænavikan

13. janúar 2020

Alþjóðlega bænavikan

Steindur gluggi í Seljakirkju eftir Einar Hákonarson

Venju samkvæmt er dagskrá alþjóðlegu bænavikunnar sem hefst á laugardaginn 18. janúar, fjölbreytileg og það eru mörg trúfélög sem koma að henni. Hún fer bæði fram í Reykjavík og á Akureyri. 

Yfirskrift alþjóðlegu bænavikunnar er: Þau sýndu sýndu oss einstaka góðmennsku (sbr. Postulasagan 28:2).

Sérstök athygli er vakin á útvarpsmessu sem verður í Grensáskirkju sunnudaginn 19. janúar kl. 11.00.

Þá skal og vakin athygli á málþingi í Íslensku Kristskirkjunni í Fossaleyni 14 en það stendur yfir á þriðjudeginum 21. janúar frá kl. 18.00 til 21.00. Þar verður rætt um samstarf milli trúarbragða í ljósi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Frummælendur á málþinginu eru Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Magnea Sverrisdóttir, ráðgjafi fyrir stjórn Lútherska heimssambandsins og Timur Zolotuskiy, prestur Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Boðið er upp á léttan kvöldverð (frjáls framlög) eftir erindin og síðan eru pallborðsumræður. Sr. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, situr í pallborði ásamt frummælendum. Ólafur Hauksteinn Knútsson, prestur Íslensku Kristskirkjunnar, flytur upphafsorð og bæn. Fundarstjóri er Sigríður Schram.

Á lokadegi alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar er farið í bænagöngu kl. 17.00 frá kirkju Óháða safnaðarins. Boðið er upp á kaffi fyrir göngu og svo er bæna- og söngstund í kirkjunni. Lagt er af stað rúmlega fimm og komið við í Háteigskirkju þar sem einnig er bæn og söngur. Söngfólk frá Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni leiðir einfaldan söng á göngunni. Gangan endar við Fíladelfíu, Hátúni 2 og þar hefst lokasamvera bænavikunnar kl. 18.00.

Fólk er hvatt til að taka þátt í öllum viðburðum hinnar alþjóðlegu bænaviku. 

Hér má sjá dagskrá alþjóðlegu bænavikunnar:

Laugardagur 18. janúar 2020 - Dagur 1
Blessun hafsins í Nauthólsvík kl. 16.00
Sunnudagur 19. janúar 2020 – Dagur 2
Útvarpsguðsþjónusta kl. 11.00 frá Grensáskirkju
Mánudagur 20. janúar 2020 - Dagur 3
Bænastund i í Hafnarfjarðarkirkju kl. 20.00
Þriðjudagur 21. janúar 2020 - Dagur 4
Fyrirlestrar og samtal í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14 kl. 18.00-21.00.
Efni: Samstarf milli trúarbragða í ljósi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Miðvikudagur 22. janúar 2020 - Dagur 5
Samvera í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, kl. 20.00
Fimmtudagur 23. janúar 2020 - Dagur 6
Samvera á Hjálpræðishernum í Mjódd kl. 20.00
Föstudagur 24. janúar 2020 - Dagur 7
Samvera í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti kl. 20.00
Laugardagur 25. janúar 2020 - Dagur 8
Helgiganga frá Óháða söfnuðinum kl. 17.00
Lokasamvera í Fíladelfíu kl. 18.00

Dagskráin á Akureyri:

Laugardagur 18. janúar 2020 - Dagur 1
Guðsþjónusta kl. 12.00 í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi, Eiðsvallagötu 14, Akureyri
Sunnudagur 19. janúar 2020 – Dagur 2
Bænavikan kynnt í guðsþjónustum safnaðanna á Akureyri og nágrenni
Mánudagur 20. janúar 2020 - Dagur 3
Bænastund kl. 17.00 í Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20, Akureyri
Þriðjudagur 21. janúar 2020 - Dagur 4
Bænastund kl. 19.00 í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2, Akureyri
Miðvikudagur 22. janúar 2020 - Dagur 5
Bænastund kl. 12.00 á Hjálpræðishernum, Hvannavöllum 10, Akureyri
Fimmtudagur 23. janúar 2020 - Dagur 6
Bænastund kl. 12.00 í Akureyrarkirkju
Sameiginleg samkoma kl. 20.00 í Glerárkirkju, Bugðusíðu 2, Akureyri
Laugardagur 25. janúar 2020 - Dagur 8
Málþing kl. 13.00-15.00 í Glerárkirkju
Efni: Ríki, kristin trúfélög og trúfrelsi

Þjóðkirkjan er aðili að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga, sem er samvinnuvettvangur kristinna kirkna og kirkjulegra hreyfinga á Íslandi. Aðild að þessari nefnd eiga: Aðventistar, Fríkirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Íslenska Kristkirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn, Betanía og Þjóðkirkjan. 

Dr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir er formaður Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga.

Það efni sem notast er við í starfi alþjóðlegu bænavikunnar kemur frá Alkirkjuráðinu og var unnið af Maltverjum. Þess skal getið að 10. febrúar minnast margir kristnir menn á Möltu skipbrots Páls postula og þakka fyrir komu kristinnar trúar til eyjarinnar – sjá 28. kafla Postulasögunnar. 

Hér má sjá gott yfirlit yfir hina alþjóðlegu bænaviku. 

Sjá hér um samkirkjuleg málefni.

Facebókarsíða alþjóðlegu bænavikunnar.

hsh

 

 


  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta