Kirkjuþing hefst á morgun

9. september 2020

Kirkjuþing hefst á morgun

Bjalla kirkjuþings

Framhaldskirkjuþing 2019 kemur saman á morgun, 10. september n.k. á Grand Hótel Reykjavík, og gengur frá málum sem náðist ekki að afgreiða fyrir þingfrestun. Fundur hefst kl. 14.00.

Þegar fundarhöldum framhaldsþingsins lýkur verður kirkjuþing 2020 sett en það er hið 60. í röðinni. 

Málaskrá hefur verið lögð fram fyrir kirkjuþing 2020. Það eru 34 mál sem liggja fyrir þinginu og því líklegt að ekki muni nást að ganga frá öllum málum og kemur því til aukafundar.

Ákveðið hefur verið að þingpallar verði lokaðir vegna kórónuveirunnar og verður þingfundum streymt og gefst því öllum tækifæri til að fylgjast með þingstörfum.

Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar var sett 7. september s.l. Í henni er slakað á fjölda þeirra sem mega koma saman. Nú er miðað við 200 einstaklinga í opinberum rýmum eða einkarýmum. Almenna nálægðartakmörkunin tekur nú til 1 metra milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Forsætisnefnd kirkjuþings hefur boðið þeim fulltrúum sem það vilja að sinna þingstörfum með fjarfundarbúnaði. Slík þátttaka er fullgild að öllu leyti sem væri fulltrúinn staddur á þinginu. Notast verður við s.k. Zoom-fjarfundarbúnað.

Forseti kirkjuþings er Drífa Hjartardóttir en skrifstofustjóri þess er Ragnhildur Benediktsdóttir.

Starfsfólk biskupsstofu er þingheimi til aðstoðar. 

Streymt er frá kirkjuþinginu. 

Nánar um kirkjuþing.

Málaskrá

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

hsh

  • Fundur

  • Samfélag

  • Þing

  • Viðburður

  • Frétt

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní