Kirkjuþingi 2019 lokið

11. september 2020

Kirkjuþingi 2019 lokið

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings slítur kirkjuþingi 2019

Þó nokkur fjöldi mála stóð eftir frá síðasta þingfundi en nú síðdegis lauk störfum kirkjuþings 2019.

Meðal mála sem voru afgreidd má nefna mál sem snerta umhverfið – en nú er grænn september í kirkjunni og tímabil sköpunarinnar og því er það vel við hæfi:

Samþykkt var tillaga til þingsályktunar um að lýsa beri viðbragðsástandi í loftslagsmálum (mál nr. 24). Þar segir:

Kirkjuþing ályktar að stjórnvöldum beri að lýsa viðbragðsástandi vegna stöðunnar í loftslagsmálum á heimsvísu til að flýta fyrir innleiðingu þeirra róttæku aðgerða sem þörf er á til að stemma stigu við hlýnun andrúmslofts jarðar. Einnig er ríkisstjórn Íslands hvött til að aðgerðir í loftslagsmálum verði magnbundnar og tímasettar.

Einnig var samþykkt þingsályktunartillaga um orkuskipti í samgöngumálum á vegum starfsfólks kirkjunar (mál nr. 23) en þar segir: 

Kirkjuráði verði falið að koma upp, við fasteignir kirkjunnar, rafmagnstenglum eða hleðslustöðvum til að hlaða bíla gegn gjaldi árið 2020.

Tillaga til þingsályktunar um kolefnisjöfnun ferðalaga á vegum kirkustjórnarinnar (mál nr. 25).

Mál um sviðsmyndagerð og stefnumótun þjóðkirkjunnar voru sameinuð í eitt mál og samþykkt (mál nr. 27 og 29).

Ellefu mál um sameiningu prestakalla voru samþykkt og er misjafnt hvenær sameining verður.

Þá var samþykkt sameining þriggja sókna, Súðavíkursóknar, Vatnsfjarðarsóknar og Ögursóknar, í eina og heitir hún Súðavíkursókn.

Nánar sést um afdrif einstakra mála þegar gerðir kirkjuþings 2019 koma út.

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, sagði í þingslitaræðu sinni að þetta kirkjuþing hefði verið mjög sérstakt og mótast af hin fordæmalausa ástandi í samfélaginu. Þinginu hefði verið frestað í tvígang.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, las í lokin úr Ritningunni og fór með bæn.

Kirkjuþing 2020 verður sett í fyrramálið kl. 10.00.

Málaskrá kirkjuþings 2019

Málaskrá kirkjuþings 2020

hsh




  • Menning

  • Skipulag

  • Þing

  • Umhverfismál og kirkja

  • Frétt

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut