Pylsur trekkja

1. október 2020

Pylsur trekkja

Girnilegar danskar pylsur

Það er oft sem boðið er upp á grillaðar pylsur í safnaðarstarfi á Íslandi. Sérstaklega í barnastarfi. Það virðist alltaf vera jafn vinsælt. Kannski er það stemmningin sem skapast? Eða bara grilllyktin? Nú, svo eru pylsur bara ljómandi góðar, svona í hófi eins og allt annað.

Ungur danskur prestur greip til þess ráðs á dögunum að efna til guðsþjónustu um það leyti sem almennum vinnudegi fólks lýkur. Þetta er hann sr. Jónas Langdahl Gormsen í Blenstrup-kirkju á Norður-Jótlandi. Honum fannst kirkjusóknin vera heldur dauf í hámessuna og vildi kanna aðrar leiðir til að ná til fólks. Hann segir hámessuna vissulega verða alltaf til staðar en kirkjan sé nauðbeygð til að endurskoða helgihald sitt – til dæmis að leita leiða til að tengja saman það hefðbundna og hið nýja. Sr. Jónas greip til gítarsins síns í hámessunni, spilaði og söng – án þess þó að setja sig í einhverjar popparastellingar.

Hann auglýsti guðsþjónustu við lok almenns vinnudags og gat þess í leiðinni að þegar henn lyki yrði pysluvagn fyrir utan kirkjuna. Þar gæti fólk fengið sér eina með öllu, ilmandi rauða vínarpylsu, og einn grænan og vel kældan Tuborg. Og rætt málin. Þetta féll í góðan jarðveg og léttleiki í margvíslegri merkingu sveif yfir vötnunum við pylsuvagninn danska. Hann segist hafa með þessum hætti náð til stórs hóps sem ella hefði ekki látið sjá sig í kirkju. Matur er nú mannsins megin, og það er svosem ævaforn speki að með því að tengja mat við til dæmis helgiathafnir eða samfélagslega viðburði, þá dregur það fólk að á margvíslegum forsendum, eins og sagt er. Samtal getur svo hafist um hvort heldur trúna eða daglegt líf. 

Sr. Jónas hefur haft um hönd margar guðsþjónustur í Blenstrup-kirkju þar sem freistandi ilmurinn af vel rauðu vínarpylsunum hefur borist inn í kirkjuna þegar nær dregur lokum þjónustunnar.

Bent skal á að ekki hefur skort svosem hugmyndir að ýmsum „messu“-tegundum hér á landi.

Kristeligt Dagblad/hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Nýjung

  • Samfélag

  • Trúin

  • Erlend frétt

Þegar barn er skírt er nafn þess gjarnan nefnt upphátt í fyrsta sinn - en skírn er þó ekki nafngjöf - skírnarfontur í Grindavíkurkirkju eftir Ásmund Sveinsson, Guðsteinn Eyjólfsson frá Krosshúsum gaf

Vinsælustu nöfnin 2020

21. jan. 2021
...hvar eru Jón og Guðrún?
Frá Indlandi - kristið fólk er ofsótt þar - skjáskot: Kristeligt Dagblad

Ofsóknir hafa aukist

20. jan. 2021
...kórónuveiran skálkaskjól
Kirkja í Færeyjum - Saksun - vígð 1858

Kórónuveiran í Færeyjum

19. jan. 2021
...rætt við Færeyjabiskup