Kirkjuþing kemur saman

2. október 2021

Kirkjuþing kemur saman

Bjalla kirkjuþings - gefin 1985 - mynd: hsh

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, hefur boðað til framhaldsfundar aukakirkjuþings 2021, mánudaginn 4. október kl. 16.00. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Biskupsstofu að Katrínartúni 4, Reykjavík. Kirkjuþingsfulltrúar geta líka tekið þátt í þingstörfum gegnum fjarfundabúnað ef þeir kjósa svo.

Tvö mál eru á dagskrá:

Mál nr. 7: Breytingartillaga og nefndarálit við tillögu til þingsályktunar um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar, flutt af allsherjarnefnd, fjárhagsnefnd og löggjafarnefnd. Afgreiðsla málsins á framhaldsfundi aukakirkjuþings 2021 þann 27. ágúst s.l. var sú að því var vísað til allra fastanefnda kirkjuþings. Nú hafa þær lokið yfirferð sinni yfir málið og það tekið nokkrum breytingum. - Síðari umræða.

Mál nr. 9: Tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps til tillögugerðar um áframhaldandi gildi starfsreglna kirkjuþings. - Fyrri umræða.

Streymt verður frá þinginu. 

Reglulegt kirkjuþing 2022 verður svo sett 23. október n.k. Það er hið 62. í röðinni. Vakin er athygli á því að mál kirkjuþingsins eru komin í samráðsgátt  og getur hver sem vill sett fram skoðanir sínar um einstök mál.

Kirkjuþingsfulltrúar.

hsh




  • Menning

  • Samfélag

  • Þing

  • Viðburður

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju