Kirkjuþing kemur saman

2. október 2021

Kirkjuþing kemur saman

Bjalla kirkjuþings - gefin 1985 - mynd: hsh

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, hefur boðað til framhaldsfundar aukakirkjuþings 2021, mánudaginn 4. október kl. 16.00. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Biskupsstofu að Katrínartúni 4, Reykjavík. Kirkjuþingsfulltrúar geta líka tekið þátt í þingstörfum gegnum fjarfundabúnað ef þeir kjósa svo.

Tvö mál eru á dagskrá:

Mál nr. 7: Breytingartillaga og nefndarálit við tillögu til þingsályktunar um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar, flutt af allsherjarnefnd, fjárhagsnefnd og löggjafarnefnd. Afgreiðsla málsins á framhaldsfundi aukakirkjuþings 2021 þann 27. ágúst s.l. var sú að því var vísað til allra fastanefnda kirkjuþings. Nú hafa þær lokið yfirferð sinni yfir málið og það tekið nokkrum breytingum. - Síðari umræða.

Mál nr. 9: Tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps til tillögugerðar um áframhaldandi gildi starfsreglna kirkjuþings. - Fyrri umræða.

Streymt verður frá þinginu. 

Reglulegt kirkjuþing 2022 verður svo sett 23. október n.k. Það er hið 62. í röðinni. Vakin er athygli á því að mál kirkjuþingsins eru komin í samráðsgátt  og getur hver sem vill sett fram skoðanir sínar um einstök mál.

Kirkjuþingsfulltrúar.

hsh




  • Menning

  • Samfélag

  • Þing

  • Viðburður

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.