Með skýrum friðarboðskap

11. mars 2022

Með skýrum friðarboðskap

beðið fyrir friði í Úkraínu/mynd: Church of Scotland

Í liðinni viku hafa margir viðburðir átt sér stað í kirkjum landsins sem tengjast ástandi heimsmála eins og fjallað hefur verið um hér. 
Ekkert lát verður á og nú um helgina verður beðið fyrir friði í kirkjum landsins vegna stríðsátaka í Úkraínu. Forseti Íslands mun ásamt formanni félags Úkraínumanna á Íslandi flytja ávarp í samstöðumessu Dómkirkjunnar á sunnudag.

Líkt og komið hefur fram í hugvekju biskups nær ástand heimsmála sem fyrr inn í þann veruleika sem kirkjan bregst við, meðal annars með fulltingi Hjálparstarfs kirkjunnar og á þeim vettvangi sem samkirkjuleg mál heyra undir. Þjóðkirkjan vill sýna öllum þeim sem líða samstöðu, þeim sem trúa og vona og biðja fyrir friði, jafnt sem þeim sem eru á flótta og þeim sem leita skjóls í öryggi hefða og siða sem tilheyra kristnum trúararfi.

Afstöðuleysi Kýrils Patríarka gagnvart stríðsrekstri rússneskra stjórnvalda er áhyggjuefni vegna alls hins góða starfs sem unnið er á vegum Alkirkjuráðsins og Evrópska kirkjuráðsins þar sem kirkjudeildir heimsins hafa unnið saman að einingu og friði. Því má ætla að mikilvægi alls samkirkjulegs starfs verði enn greinilegra á komandi misserum þar sem flóttafólk frá bæði Úkraínu og Rússlandi mun þurfa stuðning víðara samfélags kristins fólks til að iðka trú sína á nýjum stöðum.  Hugleiðingu frá sóknarpresti Dómkirkjunnar má finna hér. 

 

Samstöðumessa í Dómkirkjunni

Samstöðumessa með Úkraínu verður í Dómkirkjunni sunnudaginn 13. mars en þar munu formaður félags Úkraínumanna á Íslandi, Lyubomyra Petruk og Forseti Íslands, Guðni Th.Jóhannesson, flytja ávörp.

Þar er komið saman, eins og í öllum kirkjum landsins, til að biðja fyrir friði.
Í messunni verður flutt úkraínsk tónlist en sálmur 52 í sálmabókinni er eftir úkraínst tónskáld, Dimitri Bortnianskij. Bænasvarið kyrie er frá úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni, Kórinn flytur úkraínska þjóðlagið Hljóðnar nú haustblær í útsetningu Magnúsar Ragnarssonar en ljóðið er eftir Sigríði I Þorgeirsdóttur. Eftirspilið verður úkraínski þjóðsöngurinn.

Organisti er Douglas Brotchie og stjórnar hann jafnframt Dómkórnum.

 

Að lokinni messu í Dómkirkjunni mun Guðni síðan bregða sér yfir í Kolaportið - eins og honum er einum lagið - og flytja ávarp fyrir söfnuðinn sem þar kemur saman. 

Þar verður bæði beðið fyrir friði og spilað bingó - því öll verðum við jú einnig að myndast við að halda í gleðina. 

Gæti verið mynd af 4 manns og Texti þar sem stendur "-Coffee Hafnarkaffia SnackBar Coffee & BJÃDKIRKJAN Sunnudaginn 13. mars kl. 14:00 FORSETAHEIMSÓKN i KOLAPORTIĐ KI. 15:00 hefst BROS-BINGÓ salnum Forseti Íslands byrjar leikinn Sunnudaginn 13. mars kl. 14 mun herra Guáni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, halda ávarp í Kolaportsmessu. Guárún Árny Karlsdóttir flytur óskalög fyrir messu. Sr. Bjarni Karlsson leiÅir guáspjónustuna."

amf/

 

  • Kærleiksþjónusta

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju