Kirkjuþingi 2018-2022 slitið

28. mars 2022

Kirkjuþingi 2018-2022 slitið

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, slítur þinginu 2018-2022. Fjærst er biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, og skrifstofustjóri kirkjuþings, Ragnhildur Benediktsdóttir, lögfræðingur - mynd: hsh

Kirkjuþing  kom saman um helgina og lauk störfum þess í gær. Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, sleit þingi en kirkjuþingskosningar fara fram 12. -17. maí n.k.

Mörg mál voru afgreidd á kirkjuþinginu, um sum þeirra hafði farið fram fyrri umræða en önnur voru ný.

Nýráðinn framkvæmdastjóri þjóðkirkjunnar, Birgir Gunnarsson, var kynntur og flutti hann stutt ávarp.

Dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson, sem hefur farið fyrir stefnumótunarvinnu þjóðkirkjunnar, fór yfir stöðu mála og næstu skref í þeirri vinnu.

Þingstörf gengu greiðlega fyrir sig og var fundað í húsakynnum biskupsstofu, Katrínartúni 4, Reykjavík.

Nánari upplýsingar um mál má finna í málaskrá kirkjuþings 2021-2022 með því að skoða númer þeirra. Þar má sjá feril hvers máls. Hér fyrir neðan er hægt að lesa um afdrif einstakra mála sem afgreidd voru á þessum síðusta fundi kirkjuþings. Lesendur athugi að nefndarálit gætu hafa breytt málum - þau fylgja málsnúmerum. Huga ber líka að þingsályktunum sem fylgja og málsnúmerum.

Samþykkt mál:

5. mál: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um nýjar áherslur í skipulagi á æskulýðsmálum. – Síðari umræða – Samþykkt samhljóða.

9. mál: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu að starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa. – Síðari umræða – Samþykkt samhljóða. Breyttillaga Skúla og fl. Dregin til baka. Samþykkkt samhljóða.

17. mál: Nefndarálit og breytingatillaga við tillögu til þingsályktunar um greiningu á áhrifum skipulagsbreytinga á sóknir þjóðkirkjunnar. Samþykkt samhljóða. 

26. mál: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um afnám gjaldtöku í áföngum vegna prestsþjónustu þjóðkirkjunnar. – Síðari umræða – Samþykkt samhljóða.

30. mál:
a) Nefndarálit við tillögu að starfsreglum um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum. Breytingartillaga minnihlua borin upp og hún felld.
b) Nefndarálit  og breytingartillaga við tillögu að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum. Breytingartillga meirihluta nefndarinnar samþykkkt og málið sömuleiðis í heild sinni.

47. mál: T I L L A G A að starfsreglum um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum. – Ein umræða – Samþykkt samhljóða.

48. mál: T I L L A G A að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um ráðningu í prestsstörf nr. 4/2021. – Ein umræða – Samþykkt samhljóða.

49. mál: T I L L A G A til þingsályktunar um hagræðingaraðgerðir í fjármálum Þjóðkirkjunnar. Samþykkt.

50. mál: Nefndarálit og breytingartillaga við tillögu að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði. – Síðari umræða – Samþykkt samhljóða.

51. málNefndarálit við tillögu til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna. Samþykkt samhljóða.

52. mál: T I L L A G A að starfsreglum um endurútgáfu starfsreglna þjóðkirkjunnar. Ein umræða. – Samþykkt samhljóða.

53. mál: T I L L A G A til þingsályktunar um endurskoðaða fjárhagsáætlun Þjóðkirkjunnar 2022 og ársreikning Þjóðkirkjunnar 2021. Síðari umræða – samþykkt.

54. mál:  T I L L A G A til þingsályktunar um stefnumótun kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar – Samþykkt samhljóða. 

55. mál: T I L L A G A að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjaranefnd Þjóðkirkjunnar nr. 5/2021. Samþykkt samhljóða. 

56. mál: T I L L A G A að starfsreglum um Þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar. Samþykkt samhljóða. 

57. mál: T I L L A G A til þingsályktunar um stefnur þjóðkirkjunnar. Samþykkt samhljóða.

Þessi mál voru dregin til baka:

18. mál:  T I L L A G A að starfsreglum um vígslubiskupa.

19. mál: T I L L A G A að starfsreglum um vígslubiskupa.

20. mál:  TILLAGA að starfsreglum um biskupafund.

21. mál:  T I L L A G A að starfsreglum um prófasta.

24. mál: T I L L A G A til þingsályktunar um miðlæga símaþjónustu þjóðkirkjunnar.

Skipaður var starfshópur um æskulýðsmál: Sr. Guðrun Karls Helgudóttir, formaður, sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, og Sigurður Óskar Óskarsson. Samþykkt af þinginu.

Þriggja manna nefnd til að greina áhrif skipulagsbreytinga á sóknir þjóðkirkjunnar: Svana Helen Björnsdóttir, formaður, Konráð Gylfason og Árný Herbertsdóttir. Samþykkt af þinginu.

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, kvaddi þingheim með stuttri ræðu. Sagði hún þjóðkirkjuna hafa gengið í gegnum miklar breytingar á kjörtímabilinu. Viðaukasamningur við ríkið sá dagsins ljós, ný þjóðkirkjulög voru samþykkt á Alþingi, skipulagsbreytingar urðu í kirkjunni og starfsreglur endurskoðaðar. Þakkaði hún kirkjuþingsfulltrúum og starfsfólki þingsins fyrir góða samvinnu.

Í lok þingsins flutti biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, fararbæn og blessun.

Sungnir voru sálmar nr. 44 og 56.

Forseti kirkjuþings sleit svo kirkjuþingi 2018-2022 kl. 15.15.

Birt með fyrirvara um leiðréttingar.

hsh


Framkvæmdastjóri þjóðkirkjunnar, Birgir Gunnarsson


KIrkjuþingsfulltrúar hlýða á umræður


Horft yfir þingheim í Katrínartúni 4


  • Kirkjuþing

  • Menning

  • Samfélag

  • Þing

  • Frétt

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði