Trú.is

Grunnskólinn og bækurnar sem eru boðlegar

Mér finnst jákvætt og gott að rithöfundar megi á skólatíma kynna bækur sínar, þótt innihald bókanna sé óþekkt. Ætti það sama ekki að gilda um alþekkt grundvallarrit, sem hópur fólks vill koma á framfæri og gefa?
Pistill

Ljóð Guðs og Liljuljóð

Guð er stórskáldið, sem yrkir heiminn, yrkir mennina, nýtur lífsins, er sjálfur hin mikla póesía lífsins, líka þegar allt er þrotið, búið, týnt og brotið. Fagnaðarerindið er hin mikla póesía Guðs, að lífið er góður gerningur, póesía elskunnar. Þegar lífi lýkur er þessi ljóðmögur mættur, opnar fangið og leyfir öllu fólki, já allri sköpun sinni inn í himinnn. Við erum elskuð og megum elska, vera aðilar að aðal-ástarsögu heimsins.
Predikun

1141 vinur

Stjórnvöld og allt fólk í valdastöðum ætti ávallt að taka sér Jesú Krist til fyrirmyndar og líta á fólkið sem kýs þau, fólkið sem þau eru í valdastöðu gagnvart, sem vini. Þ.e.a.s að iðka samtal og gagnsæ vinnubrögð því vinir vita hvað vinir hafast að. Að öðrum kosti ríkir vantraust og á þeim stað erum við því miður í dag.
Predikun

Lýður og gæsluhjörð

Guð, hefur í Jesús Kristi tekið okkur að sér og gert okkur að lýð sínum og gæsluhjörð. Jesús er góði hirðirinn, sem leggur allt í sölurnar fyrir okkur, það sýnir hann með óyggjandi hætti á krossinum. Hann hefur lofað að vera með okkur allt til enda veraldar, hann hefur lofað að vera með kirkju sinni. „Vér erum lýður hans og gæsluhjörð!“
Predikun

Kemur þetta á prófi?

Langur tími hefur liðið frá því þessi orð voru flutt og mikil þekking hefur safnast upp. En svo merkilegt sem það nú er, bendir allt til þess að ekkert sé manneskjunni dýrmætara til vaxtar og þroska en einmitt þetta - að njóta kærleika sem setur engin skilyrði.
Predikun

Kerfi sem étur manneskjur á flótta

Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. Það sést bersýnilega og skýrt ef við sjáum hvernig flóttamannastefna í Evrópuríkjunum hefur breyst og orðið harðari undanfarin 20 ár.
Pistill

Hinn fáfarni vegur

Lífið er erfitt. Það er mikill sannleikur, einn af þeim mestu. Það er mikill sannleikur vegna þess að þegar við horfumst í augu við þann sannleika, þá vinnum við bug á honum.
Predikun

Ótti

Vísindin draga upp merkilega mynd af því ferli sem á sér stað í líkama okkar þegar við verðum hrædd. Þá fara efnaversksmiðjur í gang, hormón sprautast út í blóðið sem raunverulega taka af okkur völdin.
Predikun

Kveðjuræðan og skátabænin

Þetta er bæn, sem ég lærði, þegar ég var lítill drengur í skátastarfi í vesturbænum. Það var Hrefna heitin Tynes sem orti hana og bænin hefur lifað með mér alla tíð síðan. Hún kom svo upp í huga mér á fimmtudaginn, þegar skátarnir í Kópavogi komu hingað í helgistund á sumardaginn fyrsta.
Predikun

Ég og Kim Kardashian

Ég vann internetið í síðustu viku. Ég virkur á samfélagsmiðlinum twitter og fæ tilkynningar þegar einhverjum líkar við það sem ég skrifa, þegar einhver ber það áfram með því að rítvíta og svo auðvitað þegar einhver bætist við í hóp þeirra sem fylgjast með mér á twitter.
Predikun

Þjóðkirkja í Ríkisútvarpinu

Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá.
Pistill