Trú.is

Eins og hinir

Það er óhætt að segja að Jesús hafi alls ekki verið „eins og hinir“ á sínum tíma. Jesús var algjörlega óhræddur við að ögra því sem var viðurkennt í samfélaginu, ef hann taldi það nauðsynlegt.
Predikun

Heilög önd og himnesk Sófía

Andspænis þeim vonbrigðum að réttlætið nái ekki alltaf fram að ganga, að iðjusemi leiði ekki ætíð til auðæva og að glæpir geti borgað sig í veraldlegu tilliti, leggur Jakobsbréf til að viska heimsins sé eðlisólík visku Guðs. Í stað þess að þykjast hafa höndlað algildan sannleika leggur þessi áhersla til að við leitum sjálf eftir speki Guðs í bæn.
Predikun

Lýstu mér, sólin hvíta

Hálærði guðfræðingurinn var orðlaus frammi fyrir einlægri trú drengsins, sem hafði öðlast innsýn þarna á áugnabliki. Maðurinn sem átti að vita allt í trúarlegum efnum var lítill við hliðina á drengnum.
Predikun

Logatungur og leiðarljós, vegferð og vegarnesti

Hingað erum við komin í Strandarkirkju á helgum hvítasunnudegi, flest hver eftir langa gönguleið frá Hafnarfirði eða Bláfjöllum á fornri Selvogsgötu. Fyrri kynslóðir gengu hana löngum, bæði hingað í Selvoginn og héðan til Hafnarfjarðar.
Predikun

Gjafir andans

Jesús vitjar okkar með heilögum anda sínum. Jesús breytir mönnum með anda sínum. Hann setur kærleika til annarra í stað sjálfselsku og sjálfsvorkunnar, hann setur fyrirgefninguna í stað beiskju og haturs, hann setur umhyggju fyrir öðrum í stað afskiptaleysis.
Predikun

Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara sem verður hjá yður að eilífu, anda sannleikans

Hvítasunnan er ein af þremur stórhátíðum kristninnar. Hátíð heilags anda, afmælishátíð kirkjunnar, heilagur andi kom yfir lærisveinahópinn samkvæmt fyrirheiti hins upprisna, og hinn kristni söfnuður varð til.
Predikun

Farvegur Guðs

Án anda Guðs er kirkjan ekki til. Hún á sér ekkert líf án anda Guðs.
Predikun

Fjölbreytni

Við erum ekki kölluð til þess að gera alla eins, nei við erum kölluð til þess að hlúa að margbreytileikanum, auðga lífið og fjölga litum í öllum þess tilbrigðum.
Predikun

Kraftur

Að eiga kraft til að ganga til móts við daglega lífið er ekki sjálfgefið. Að eiga styrk til að halda áfram er ekki alltaf sjálfgefið. Að vera kristinn og halda sig við það er ekki sjálfgefið en þá eigum við hátíð heilags anda, sem er hreyfiaflið, höndin sem fyllir hanskann – styrkur og kraftur í lífi kristins manns.
Predikun

Röndótti herinn

Mér þótti hugmyndin býsna góð, enda ekki laust við að þessir suðandi vorboðar hefðu valdið mér talsverðu hugarangri, allt frá því ég mundi fyrst eftir mér. Og nú var ég orðin tíu ára og býsna reynd í æsilegum Kríubardögum við sjóinn og músastríði í kjallaranum, svo fátt kom mér lengur úr jafnvægi nema ef vera skyldi flissandi túristar sem töluðu tungum og vildu mynda mig við gamla hestasteininn.
Predikun

Stofn og greinar

Andinn er guðleg ákvörðun huggarans að vera hjá söfnuðinum allar stundir allt til hinnar nýju aldar, og í þeirri mynd er Kristur með söfnuði sínum og í kirkju sinni allt til þess að hann kemur aftur um síðir. Það mætti þess vegna kalla andann staðarhaldara Jesú Krists á jörðu þangað til hann kemur og verður allt í öllu.
Predikun

Vinabandsdagur

Fimir fingur fléttuðu þræðina saman. Rautt, grænt, fjólublátt band varð að einum þræði. Ofið saman. Sterkara þannig en sitt í hverju lagi. Og svo kom hún, og bar upp erindið, við hann. Sagði svolítið hikandi: „Ég, hérna, fléttaði þetta handa þér. Þetta er svona ... vinaband ... viltu eiga það?“
Predikun