Trú.is

Þegar dyrnar opnast

Kirkja er umgjörð um þakklæti og kærleika, gjafmildi, þungar raunir og sorgir, efasemdir, reiði og angist undrun, líf og ljós, tóna og orð, lífsgildi og miðlun á menningararfi, siðferði og siðfræði. Um þetta myndar kirkjuskipið umlykjandi faðm og sömuleiðis þúsundir með nærveru sinni Kirkja sem fyrir orð Krists, gefur líf og vill líf. Kirkja sem stendur opin og er, þó dyrnar lokist að kveldi...
Predikun

Tómhyggja og tilgangur

Slíkar spurningar voru hluti af ævistarfi Páls Skúlasonar heimspekings, en hann er einn þeirra sem kvaddi okkur á þessu ári. Í nýútkominni bók sem geymir ritgerðir hans og hugleiðingar við ævilok tekst hann á við þessar andstæður tómhyggju og tilgangs.
Predikun

Þitt eigið fíkjutré

Hvað finnst þér? Hver er víngarðurinn þinn, ábyrgð þín? Hvaða fíkjutré í þín lífi, þínu samfélagi bar ekki ávöxt þetta ár? Jafnvel þriðja árið í röð? Hvað ætlar þú að gera til að bæta ástandið? Slíta tréð strax upp eða bæta aðstæður þess og gefa málinu eitt ár enn?
Predikun

Hafís í París - tímamót

Ræða flutt á gamlársdag á Siglufirði. Loftslagsráðstefnan í París var ofarlega á baugi eins og ég kemst að orði í ræðunni: "Það er byrjuð ný öld þar sem frelsi og kærleikur fara saman. Við getum ekki haldið fram hömlulausi frelsi til framtíðar, heldur verður frelsið að vera leitt af visku og kærleika til sköpunarinnar, náttúrunnar, lífsins. Það er dýrmætast í tilveru okkar, lífið, vatnið og loftið. Hamingjan er ekki fólgin í græðgi og svölun á girnd heldur í því að lifa í samræmi í friði við Guð og menn og náttúru.“ Daginn eftir ráðstefnuna samdi ég kvæðið Hafís í París sem ég flutti í lok ræðunnar.
Predikun

Bros og tár - og slatti af hamingju

Já, hamingjan felst í því að kunna að njóta þess sem er, núna, á meðan það er og sleppa tökunum á því sem ekki er okkar að hafa áhrif á, láta það ekki binda sig.
Predikun

Ó, Guð vors lands - hvar?

Á árinu 2016 munum við ekki aðeins vinna, borða, elska, kjósa og elta fótbolta í Frans. Við munum búa við hernað, hermdarverk, flóttafólk og líka fólk með óþol gagnvart trú. Við munum sem einstalingar og hópar taka skref og jafnvel ákvarðanir um mörk trúar, hvar trúin má vera og hvernig hún eigi eða geti blandast samfélagsvefnum.
Predikun

Sumarhúsasyndromið

Sakarábyrgð lítur um öxl en deild ábyrgð horfir fram á veginn.
Predikun

Göngum saman djörf og sterk

Við þurfum líka að horfa heim. Í morgun heyrði ég í fréttum að tæp tíu prósent þjóðar okkar búi við efnalegan skort af einhverju tagi. Það þýða tvö hundruð manns hér í Borgarprestakalli. Við þurfum ekki bara sátt þjóðar um laun lækna, heldur líka kjör þeirra sem lakast standa.
Predikun

Fíkjutréð og fyrirgefningin

Fíkjutréð fékk eitt tækifæri enn, eitt ár í viðbót til að ná sínum árangri og bera ávöxt. Við stöndum sjálf í þeim sporum einmitt núna. Er það ekki frábært?
Predikun

Keflavík er ekki til

„Keflavík er ekki til“, ekki þessi sem hann segir frá í sögunni, enda er þetta ekki raunsönn lýsing á staðháttum hér. Þetta er saga hins hverfula, þess sem aldrei varð og hvarf í djúp tómlætis og brostinna vona.
Predikun

Enn er náðartíð

Á þessum áramótum megum við einnig biðja. „herra lát það standa enn þetta ár“. Þurfum við ef til vill á því að halda að skoða okkar fíkjutré nú í kvöld, hvers konar ávexti ber það? Er kannski eitthvað í okkar lífi sem er ógert eða jafnvel óuppgert sem við þurfum að fá tækifæri til að hreinsa, bæta eða framkvæma. Þá er gott að minnast þessarar bænar Jesú um að enn er náðartíð.
Predikun

„tómarÁ“

Tómará- segir þetta orð þér eitthvað? Líklega ekki. Það er svo margt í þessari veröld sem hefur enga merkingu, en við leitum eftir að ljá meiningu eða tilgangi í stundum meiningarlausa veröld. Kappkostum að staga í göt hugmynda okkar um lífið og tilveruna þannig að við missum ekki af neinu. Þannig er því farið með svo margt í okkar daglega lífi.
Predikun