Trú.is

Skundum í kirkju og strengjum vor heit

Ég er viss um að margir hér inni hafa einhvern tímann strengt nýársheit. Vaknað fyrsta janúar og einsett sér að hrinda allskonar hlutum í framkvæmd, gera góða hluti og leggja vonda hluti til hliðar. En hefur einhver prófað að strengja haustheit?
Predikun

Lögmál haustsins

Lögmálin blasa við okkur hvert sem litið er. Í litunum laufblaðanna, í oddaflugi gæsanna, í erli smáfuglanna í görðunum okkar. Lögmálið teygir sig inn í hjörtu okkar og við erum minnt á það að nýta vel þær stundir sem okkur eru gefnar.
Predikun

Orðin eru andans fræ

Jesús fullyrðir að af gnægð hjartans mæli munnurinn. Að góður maður, góð manneskja, beri gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, en vond manneskja það sem er vont úr vondum sjóði. Við viljum ekki hugsa þannig um annað fólk. En meistarinn er ómyrkur í máli. Honum er mikið niðri fyrir og í mun að brýna okkur í að varðveita hinn góða sjóð hið innra þar sem trúin býr, vonin vakir og kærleikurinn sprettur fram. Og það fer ekkert milli mála þegar svo er.
Predikun

Opnist þú! Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry – og okkar

En svo er margur daufur og málhaltur í öðrum skilningi, þótt hin líkamlegu skilningarvit séu í besta lagi, heyra ekki það sem máli skiptir, geta ekki tjáð það sem mikilvægast er.
Predikun

Utangarðsmenn

Það er eitt að tala saman og annað að vera saman. Það er eitt að skilja aðra og annað að samneyta fólki. Jesús lætur ekki duga almennar upplýsingar, almenn mannréttindi og góðar reglur í samfélaginu. Hann vill meira.
Predikun

9/11 Kristnir og múslimar

Kristnin hefur lagt áherslu á manngildið, en það gera múslimar líka. Friðarsókn og virðing fyrir lífinu er í grunni allra trúarbragða heimsins. Kristnir vilja ekki hryðjuverk og ofbeldi, en það vilja múslimarnir ekki heldur.
Predikun

Syndin sem ekki verður fyrirgefin

Ég þori ekki að nefna nákvæmar tölur en þau skipta hundruðum þessi ungmenni sem þannig eru að kveðja trúnaðinn við íslenskt þjóðlíf þessa dagana. Ég leyfi mér að fullyrða að hér eru að eiga sér stað hljóðar hamfarir sem eru margfallt meira tap en bankahrunið.
Predikun

11. september 2001 - 11. september 2011

Hvar var Guð fyrir 10 árum þegar vélarnar sprungu á byggingum World Trade Center? Hvar var Guð þegar fólkið kastaði sér út úr brennandi byggingunum, út í opinn dauðann?
Predikun

Mál og menning

En sjaldan er það metið sem skyldi og sýnt í orðum og gjörðum hve dásamleg Guðs gjöf það er að geta tjáð sig og talað. Gerðist það væru illu orðin og niðurdrepandi víðs fjarri og blekkingarnar líka og svikin. Orð koma til leiðar bæði góðu og illu.
Predikun

Að opna tabú og rjúfa bannhelgi

Við megum aldrei láta illvirki viðgangast í okkar ranni og verðum að tala um slíkt og opna öll tabú, rjúfa alla bannhelgi. Við verðum að hafa einurð í okkur til að taka á erfiðum málum. Þar hefur kirkjan brugðist vegna vanþekkingar og vandræðagangs.
Predikun

Hinn daufdumbi

Það verður fyrst að segja satt og draga ekkert undan. Það var gert í Suður Afríku. Þar var engin fjölskylda, hvítra eða svartra, ósnert af böli undanfarinna áratuga kúgunar og harðræðis. Þeir settu á stofn sannleiksnefndir, þar sem leiddir voru saman þolendur og böðlar þeirra.
Predikun

Gott eða illt

Nei, það er afstaðan að maður sjálfur eða eitthvert heimsefni sé nafli alls. Broddur ræðu Jesú rímar við fyrsta boðorðið: Hverju trúir þú? Heldurðu framhjá Guði t.d. með því að dýrka sjálfan þig -dýrka eitthvað annað en Guð?
Predikun