Trú.is

Sálarþorri

Siðblindan er vetrarlandslagið í mannsálinni. Þar þekkist ekki samlíðan, sannleikurinn er einskis virði og öll þau tengsl sem mynduðu eru við annað fólk hafa það eina hlutverk að hjálpa hinum siðblinda að klífa upp metorðastigann.
Predikun

Guðsótti er feginsótti

Þannig frelsar trúin á guðinn sem gerðist maður í Jesú Kristi einstaklinga og samfélög frá trúnni á valdið sem stærir sig og eignar sér lönd og lýð.
Predikun

Sálmur um alþjóðlegt kirkjusamfélag

Kirkjurnar í Póllandi, kaþólska kirkjan, mótmælendakirkjurnar og rétttrúnaðarkirkjan vilja benda á að þegar Biblían talar um sigur Krists þá er það annarskonar sigur. Það er sigur sem reisir við þá sem eru kúgaðir, hafa verið undirokaðir, smælingjana. Hugsun leiðist inn á brautir sem eru því miður að verða framandi en ein af grunnhugsunum kristninnar. Það á sér stað barátta milli góðs og ills. Það er ekki barátta sem er gerð upp milli þjóða eða handboltaliða, en niðurstaðan skiptir okkur öllu máli.
Predikun

Trú, von og stjórnarskrá

Nú þurfum við Íslendingar að efla með okkur trú og von, trúa því að hið óáþreifanlega verði að veruleika, að nýtt þjóðfélag rísi upp úr rústum Hrunsins. Senn líður að setningu stjórnlagaþings. Fulltrúum á því þingi bíður vandaverk.
Predikun

"Trúir þú því?"

“Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá."
Predikun

Af meintri skaðsemi trúarinnar

Um leið og við hljótum að fagna framrás fræðanna, ættum við að fara varlega í sakirnar þegar við drögum ályktanir af því sem fyrir okkur er upp lokið hverju sinni.
Predikun

Gamli rembingurinn

Þegar mustarðskornið nær vaxtartakmarki sínu verður það að stóru tré sem lifir og þróast í óendanlega flóknu og nærandi samhengi við umhverfi sitt. Fyrst allt þetta undur býr í örsmáu fræi hvað skyldi þá búa í þér? Hvert skyldi vera þitt stóra samhengi?
Predikun

Hégómi

Kannski Jesúsar þú þig aldrei en brýtur samt annað boðorðið meðvitundarlaust og forhert? Þegar menn smækka Guð til að passa skilgreiningum í eigin þágu eða uppáhaldsfordómum er nafn Guðs dregið í svaðið.
Predikun

Leiðin til framtíðar

Við erum núna kölluð til þess að breyta um stefnu. Það er kallað eftir því að vald ástarinnar, umhyggjunnar fyrir þjóðinni og kærleikans til náunga okkar ráði för okkar til framtíðar en ekki ástin á valdinu til að stjórna og umhyggjan fyrir hinni blindu peninga- og gróðahyggju. Við eigum sem einstaklingar og þjóð nægan kraft og hugrekki í þá vinnu sem er nauðsynleg til þess að það megi rætast.
Predikun

Vantrú, trú, von og kærleikur

Þessi vika hefur verið öll hin undarlegasta! Við höfum verið að upplifa sögulega tíma. Þessarar viku verður minnst í sögubókum, bæði innlendum og erlendum. Þær erlendu eiga eftir að minnast innsetningu Obama en bækur um sögu Íslands eiga eftir að minnast mestu mótmæla í sögu lýðveldisins.
Predikun

Siðferði umhyggju og réttlætis

Hvernig sem því er varið hlýtur krafan um endurnýjun siðferðislegra gilda í stjórnmálum og viðskiptalífi að vera hávær þegar byggja á upp nýja framtíð á Íslandi. Þar eru þau tvö gildi sem nefnd voru hér að framan bestur grunnur, réttlæti og umhyggja hönd í hönd
Predikun

Hvar býr trú þín?

„Trú er ekki sprottin innan úr hverjum og einum – hún er afleiðing af uppeldi og gildismati í samfélaginu.“ Þessa skilgreiningu las ég nú nýverið í breskri blaðagrein og greinarhöfundur bætti við: „Og á undanförnum árum hefur peningahyggjan verið það gildismat sem helst hefur verið haldið á lofti.“ – Þessi orð eiga vissulega við um íslenskt samfélag eins og svo mörg önnur vestræn samfélög sem mörg hver glíma nú við afleiðingar þess að það gildismat er komið í þrot.
Predikun