Trú.is

Hver er þinn Guð?

Það er komið að úrslitaspurningunni hver er þinn Guð? Ég ætla ekki að svara henni fyrir þig en við getum velt henni fyrir okkur saman. Kannski væri best að ég segði sem minnst en að þið fengjuð tíma til að horfa inn á við og svöruðu hvert fyrir sig.
Predikun

Garimela er bróðir minn

Hvern einasta dag mætum við hinum lifandi Guði í náunga okkar og þörfum hans eða hennar. Við mætum þessari grundvallar þversögn og leyndardómi að Guð er viðkvæmur, svangur, þyrstur, kaldur, einmana, á flótta, á sjúkrahúsi eða í fangelsi.
Predikun

Heimsendir sem afleiðing synda

Heimsslitahefðir Biblíunnar tala sterkt inn í þetta samhengi, spámenn samtímans eru vísindasamfélagið sem einróma bendir á vandann, hin synduga kynslóð sem kallar yfir okkur dóm eru hagsmunaöfl í olíuiðnaði og við ... við þurfum að vakna til meðvitundar um að hnattræn hlýnun mun ekki gera Ísland að sólarströnd, heldur óbyggilegt.
Predikun

Vitni óskast

Hann lýsti því hvernig hann hefði sjálfur valið að skilja við maka sinn þar sem hann hefði talið að hjónaband þeirra komið á endastöð og engum greiði gerður með því að viðhalda því formsins vegna. Svo bætti hann við þessum orðum: En núna heyrir enginn hvort ég anda á nóttunni. Það er enginn vitni að líf mínu.
Predikun

Hinir ýmsu heimsendar

Sjá ég skapa nýjan himin og nýja jörð, segir spámaðurinn Jesaja. Hver einasti heimsendir er upphafið að einhverju nýju. Hvort sem það eru áramót, þar sem við horfum fram til nýs árs, eða við endalok lífs hverrar manneskju, þar sem hún horfir inn í eilífðina í faðmi Guðs, - jafnvel þegar öllu lýkur, sólin gleypir jörðina, eða alheimurinn dregst saman inn í eitthvert ógurlegt svarthol, þá verður lífið þar. Því þar sem Guð er, þar er líf, og þar er von...
Predikun

Líf úr rosa

Hvað sleit þér mest í tengslum við ástvini þína, foreldra, börn, maka, vini? Hvað hafði dýpst og sterkust áhrif á tilfinningar þínar og líðan? Hver er krísan - hver er lausnin?
Predikun

Verum varkár, látum ljós okkar loga

Almenningur verður að taka þátt í margvíslegu forvarnarstarfi til að stemma stigu við fíkniefnabölinu. Íþróttafélög inna mikilvægt forvarnarstarf af hendi í þessu tilliti. Það er ekki hægt að ætlast til að ríki og sveitarfélög bjargi öllum hlutum.
Predikun

Heiðarleiki

Þjóðkirkjan er í raun ótrúlega öflug en hún minnir stundum á sofandi risa. Fyrir áratug fékk hún skýr skilaboð um að heiðarleikinn væri sú dygð sem hún ætti að tileinka sér.
Predikun

Að stíga yfir frá dauðanum til lífsins

Dómur Guðs er vissulega dauðans alvara, en Guðssorðið í dag bendir á leið lífsins með Kristi, en í honum og með honum þá höfum við stigið yfir frá dauðanum til lífsins hér og nú. Og þótt líf okkar fjari út hér á jörð, eða beri skyndilega að, þá megum við lifa með og í Kristi bæði hér og eftir okkar líkamlega dauða. Í því felst trúin, vonin, friðurinn og gleðin.
Predikun

Nú er lag fyrir mannsandann að rísa upp

Að kristnum skilningi er samansöfnun valds á fáar hendur óheillaþróun en dreifing þess er lífinu í hag.
Predikun

Jesús kemur sem dómari

Hvar er rödd kirkjunnar á Austurvelli, á borgarafundunum? Kirkjan hefur alltaf staðið með þeim sem hafa verið beittir órétti á ýmsa lund. Hún hefur sínar aðferðir til að koma því á framfæri, m.a. prédikunarstólinn í kirkjum landsins. Það má þó aldrei misnota þennan stól í pólitískum tilgangi. Fagnaðarerindið um Jesú Krist er ætíð boðað í þessum stól með því að benda á hið góða, fagra og fullkomna í trú, von og kærleika. Hér er líka bent á það sem betur mætti fara í mannlegu dagfari og íslensku samfélagi. Og presturinn lítur þá jafnan í eigin barm með heimamönnum Guðs í kirkjunni.
Predikun

Á því leikur enginn vafi

Hversu flókið væri líf okkar ef traustsins nyti ekki við? Það sjáum við best þegar við göngum inn í umhverfi þar sem traustið er ekki lengur til staðar, þar sem trúnaðurinn hefur verið rofinn.
Predikun