Trú.is

Sinnaskipti

Óvinir Jesú töldu best að hann dæi. Þeir óttuðust áhrif hans og töldu stöðu sinni ógnað. Það er betra að fórna einum en eiga á hættu almenna upplausn. Í krísu þjóðar er hentugt að finna einn sökudólg, skella öllu á hann, láta hann taka á sig syndagjöldin.
Predikun

Velferðarþjónusta og trú

Trú- og lífsskoðunarfélög hafa ætíð verið fyrirferðarmikil innan „þriðja geirans“ enda er það samofið eðli þeirra flestra að vinna að samfélagsmálum. Þegar kristin trúfélög eiga í hlut má benda á að sagan af miskunnsama Samverjanum er ein af lykilsögunum sem notaðar eru til að lýsa inntaki trúarinnar.
Pistill

Dögun – Ný dögun

Þannig vill til að Ný dögun er ekki nýtt nafn heldur hefur loðað í aldarfjórðung við samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Og þessi samtök ræða ... um þá sammannlegu reynslu sem sorg heitir og missir. Þetta eru samtök fólks sem hefur misst og syrgir og þess fagfólks sem af veikum mætti reynir að styðja syrgjendur á sorgargöngunni.
Pistill

Börn og félagsmiðlar

Ég þurfti að setjast niður með góðu fólki fyrir nokkrum vikum og ræða hvaða reglur og hegðun væri mikilvægt að unglingur undir 18 ára tileinkaði sér á félagsmiðlum eins og Facebook. Við vörpuðum ýmsum hugmyndum á loft, veltum fyrir okkur hættum og tækifærum og enduðum með nokkrar reglur sem má gjarnan ræða og þróa áfram með ungu fólki.
Pistill

Blessuð Biblían

Í Biblíunni finnum við allskonar hugmyndir um lífið og tilveruna. Þar er engin ein guðfræði, enginn einn menningarheimur og ekkert eitt sögusvið. Biblían talar ekki einni raust heldur heyrast þar margar ólíkar raddir.
Pistill

Kvikar myndir og minningar í apríl

Slíkar myndir er upplagt fyrir afa og ömmur að sjá með barnabörnum sínum og segja þeim frá hvernig var að fara í bíó í gamla daga. Kærleikur og lífsvirðing felast vissulega í því að styrkja kynslóða- og vinabönd og miðla gleðilegri reynslu.
Pistill

Mæðgin

Myndin segir mér að taka við barninu, hlúa að því, virða það, fara vel með það, taka þátt í því að vera áframhaldandi farvegur fyrir það í veröldinni, og taka eftir móðurástinni, því sterka afli, sem birtir mátt Guðs, sem birtir mátt huglægra gæða eins og kærleika. Það eru þau gæði sem mölur og ryð fá ekki eytt, það er hinn himneski fjársjóður eins og svo oft hefur verið minnt á.
Predikun

Spegill, spegill

Annar spegill, Biblían, sýnir allt aðra sögu, magnar upp það smæsta svo það verður stórt, úrkastið svo það verður úrval, hið vanburða svo það verður fullburða, hið skemmda svo það verði heilt, hið ljóta svo það verði fagurt og gott. Í spegli himinsins verður allt mikið og gott.
Predikun

Spegill, spegill

Annar spegill, Biblían, sýnir allt aðra sögu, magnar upp það smæsta svo það verður stórt, úrkastið svo það verður úrval, hið vanburða svo það verður fullburða, hið skemmda svo það verði heilt, hið ljóta svo það verði fagurt og gott. Í spegli himinsins verður allt mikið og gott.
Predikun

Hneyksli legsins

Sagan af boðun Maríu er þannig saga af nánd, þar sem guðdómur og manndómur anda saman, saga af Guði sem er ofinn með mennskum þráðum, blóði, holdi. Postulinn Páll talaði einu sinni um hneyksli krossins. Kannski er enn stærra hneyksli falið á síðum helgrar bókar, hneyksli legsins.
Predikun

Skálholt þarfnast greiningar!

Skálholtshlutverkin eru mörg og ekki öll talin. En hvert þeirra er mikilvægast? Að mínu viti er það hlutverk helgistaðarins. Mikilvægasta hlutverk Skálholts er trúarlegt, að miðla nálægð og umhyggju Guðs.
Pistill