Trú.is

Fyrsti bitinn

Getur verið að paradís hafi alls ekki verið góður staður fyrir okkur? Að við þurfum að læra muninn á góðu og illu? Að við þurfum að þekkja hvaða fólk vill okkur vel og hvaða fólk vill okkur ekki vel? Að við þurfum að þroskast?
Predikun

Verið glöð!

Kæru vígsluþegar. Við erum send. Það er inntak vígslunnar og sameignlegt hinni grundvallandi vígslu til trúar og lífs sem skírnin gefur. En nú eruð þið þrjár sendar til sérstakrar þjónustu, við lífið, við blessunina og við hinn upprisna Jesú Krist í söfnuðinum.
Predikun

Líf eftir dauða?

Hann er ekki draumur hins fátæka, ekki dyravörður mustera munúðarinnar og ekki netþjónn sálarvers handanverunnar. Hvað þá?
Predikun

Heimur lifenda og látinna

Í mennsku umhverfi gilda reglur og lögmál. Þegar kemur að hinum hinstu tímum, hvílum við okkur í faðmi Guðs og leggjum áhyggjur okkar og sorg þar einnig. Þar getum við örugg dvalið því hann mun vel fyrir okkur sjá.
Predikun

Nægjusemi

Við þörfnumst þess mörg svo sárlega að einfalda líf okkar, minnka flækjustigið, og þar er nægjusemin höfuðdyggð. Þurfum við til dæmis virkilega á öllum þessum fötum að halda sem fataskáparnir okkar eru fullir af? Þurfum við allan þennan mat? Þurfum við að eiga meira en tvenn rúmföt á mann? Nú er bylgja nægjuseminnar og einfaldleikans; að kaupa minna og nýta betur. Það er vel. Getum við lært að láta okkur nægja það sem við höfum, jafnvel búa við lítinn kost?
Predikun

Krulluforeldrar

Kunnum við að taka mótlæti? Kunnum við að hafa allsnægtir og líða skort? Kunnum við að vera mett og hungruð? Nú get ég ímyndað mér að þarna sé munur á milli ykkar sem eldri eruð, og ykkar sem eruð yngri. Þið sem eruð eldri, eigið örugglega reynslu af mótlæti, jafnvel skorti og hungri, og því miður virðumst við enn þann dag í dag bjóða gamla fólkinu og veika fólkinu upp á þann raunveruleika. En þið sem yngri eruð? Sum ykkar hafið áreiðanlega mætt mótlæti í lífinu, kannski ekki öll. En flestir lenda í því einhvern tíma á lífsleiðinni. Og þá er svo mikilvægt að vita hvert við getum sótt styrk til að takast á við erfiðleikana og andstreymið. Og það kann Páll postuli. ,,Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir”, segir hann.
Predikun

Viljum við verða heil?

Í fyrstu prédikun sinni í Stokkseyrarkirkju leggur sr. Kristján áherslu á kærleika Krists í þjónustu kirkjunnar og kröfuna um að bregðast við neyð náungans og sérstaklega neyð flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum Sýrlands og Norður Afríku, en sjá augu Guðs í þeim sem eiga vonina eina eftir vegna vonarinnar sem við eigum í sigri Drottins.
Predikun

Jesús á flótta og örkin okkar

Ef við sitjum alltaf í kirkju eða björgunarörk, og lokum dyrunum fast, þá gætum við jafnframt útilokað frelsarann okkar sjálfan.
Predikun

Góðmennska eða skylda

Þannig held ég að við eigum ekki að hjálpa flóttafólkinu sem nú þarf á okkur að halda, vegna þess að við kennum í brjóst um það og að okkur langi til að láta gott af okkur leiða vegna þess að það fær okkur til þess að líða vel. Við eigum að hjálpa þeim vegna þess að þau eru náungi okkar sem er í neyð, alveg sama hvað tilfinningar okkar segja okkur þessa stundina.
Predikun

Gvendarlækur

Nema hvað að á þessum slóðum átti biskupinn að hafa vígt lítinn læk og fylgdi það sögunni að í kjölfarið megnaði sprænan að renna sína leið niður dalinn hvernig sem viðraði, hvort heldur gerðu frosthörkur að vetrarlagi eða langvinnir þurrkar. Gvendarlækur, lagði hvorki né þvarr.
Predikun

Japönsk kirkja og andi díakoníu

Þegar kirkjan okkar veitir samfélagi mismunandi þjónustu með mismunandi sérþekkingu, þurfum við að muna það að manneskja getur ekki verið önnur en manneskja sem heild.
Predikun

Ég sé þig!

Frelsisverk Krists er stærsta yfirlýsing Guðs „Ég sé þig, ég fórnaði öllu fyrir þig. Og nú er það Hann sem í okkar velmegunar- og efnishyggjusamfélagi, kallar „sjáðu mig, ekki gleyma mér, ég er kominn til þín í Kristi“.
Predikun