Trú.is

Guð gefur ráð með tíma

Það hefur skýrast komið í ljós á tímum þegar syrt hefur að og ytri sjónir virtust ekki eygja neina útkomuleið. Þá sáu menn með augum trúarinnar að „Guð gefur ráð með tíma.“ Á tímum velgengni og farsældar er freistingin sú að gleyma hinum innri sjónum trúarinnar og þar með þakklætinu. Í staðinn kemur hrokinn og yfirlætið og virðingarleysið nær yfirtökunum í samskiptum fólks. Á góðæristímum er ekki síður þörf fyrir að beina augum trúarinnar að aðstæðum og biðja Guð að gefa anda auðmýktar, þolgæðis og þakklætis en eyða verkum hroka og yfirlætis.
Predikun

Framtíðin í núinu

Guð kallar fólk úr framtíð. Þorum við eða viljum við bara bakka? Hver var afstaða Jesú Krists?
Predikun

Almannagæði

Það er alveg ljóst af vitnisburði Biblíunnar í heild og m.a. af ritningartextum dagsins í dag að það er Guðs vilji að allt fólk hafi aðgang að almannagæðum.
Predikun

Í tilefni af 200 ára afmælis Biblíufélagsins

Í ræðunni var minnst 200 ára afmælis Biblíufélagsins, sunnudaginn eftir afmælið 10. júlí 2015. Rakin nokkur sögubrot að norðan og um víða veröld um biblíuhreyfinguna fyrir 200 árum og þýðingu hennar fyrir kirkju og samfélag. Textinn sem fluttur var fyrir prédikun var samtal Jesú og samversku konunnar í Jóh. 4. Guð gefi að Biblíufélagið hér á landi og annars staðar megi starfa að því um ókomin ár (að útbreiða orðið) og vil ég nota tækifærið og hvetja allt kristið fólk að gerast meðlimir í því og styðja það í sínu stóra verkefni að allar þjóðir fái Guðs orð á eigin tungumáli.
Predikun

Mannaborg - Guðsborg

Ég held ekki að Jesús hafi verið fúll og skeytt skapi sínu á vini sínum. Orðin voru ígrunduð, afstaða, sem varðar ekki einn karl í fornöld heldur okkur sem erum á ferð í þesari kirkju öldum síðar, alla.
Predikun

Heimurinn skiptist í tvennt

Heimurinn skiptist í tvennt en markalínan liggur ekki um landsvæði, efnahag, tungumál eða trúarbrögð. Hún liggur í gegnum hjarta okkar sjálfra. Þar drögum við línuna á milli þess hvort við hrifsum eða deilum. Hvort við græðum á heiminum eða auðgum hann. Þessu verður hver og einn að svara fyrir sig.
Predikun

Syndga ekki framar

„Ég sakfelli þig ekki heldur,“ sagði Jesús við konuna. Jesús hóf ekki upp vísifingur sinn til að benda ásakandi á hana. Hann lyfti fingri sínum til að benda konunni út í lífið. „Farðu,“ sagði hann við hana. „Farðu af þessum vettvangi dómhörkunnar,“ sagði hann. „Farðu út í lífið þitt og haltu því áfram.“
Predikun

Hann talaði um syndina

Já, og svo þegar þið komið heim, er aldrei að vita nema að heimilisfólkið spyrji, um hvað presturinn hafi nú talað í ræðunni. ,,Jú, hann talaði um syndina", getið þið þá sagt. ,,Og hvað sagði hann um syndina?" verður þá kannske spurt. ,,Tjah - hann var nú ekkert svo mikið á móti henni!"
Predikun

Dans, bræður í vanda og hrútar

Systur, bræður, systkin, foreldrar, fjölskyldur í Palestínu, Bárðardal, Drammen og Þingholtunum geta klúðrað lífi sínu. En þá er komið að undri hins guðlega.
Predikun

Paradísarmissir og paradísarheimt

Það er eins og atburðarrás dæmisögnnar hafi verið stöðvuð. Andartökin sem eldri sonurinn vill ekki yrða á bróður sinn, verða að fjörutíu ára þögn. Við erum stödd einmitt á þeim stað í frásögninni af hinum íslensku bræðrum. Það er jú paradísarmissirinn sem myndar bakgrunn myndarinnar.
Predikun

Þjóðsöngur á Laugardals- og Austurvelli

Á Austurvelli mættust tveir hópar þann 17. júní sl. og á milli þeirra var gjá ekki ósvipuð þeirri sem lýst er í dæmisögu Jesú. Báðir höfðu hóparnir sitthvað til síns máls og þeir voru fulltrúar fylkinga sem ég held að séu staðreynd í íslensku samfélagi í dag. Fylkinga sem eiga það sameiginlegt að líta hvor á aðra úr skilningsvana fjarlægð.
Predikun

Líf þitt er ekki aðeins þitt eigið heldur í tengslum og samhengi. Gegn sjálfhverfingu einstaklingsins talar hið víða sjónarhorn og stóra samhengi Guðs og eilífðarinnar.
Predikun