Trú.is

Grænt

Reykjavíkurskáldið Tómas orti, að gömlu símastaurarnir grænkuðu á ný, við yndisleik vorsins og öll skiljum við hvað hann er að fara. Grænn er litur lífs og góðra væntinga.
Predikun

Blessun skipsins Venusar NS 150

Þetta nýja skip er sannköllu sjóborg, svo traust og mikið skip. Það er alveg sama hvað borgirnar eru rammgerðar með mannsins höndum, en alltaf þarf að sýna náttúrunni virðingu. Virðingin er samofin í samfélagi sjómannanna og trúnni á almáttugan Guð.
Predikun

Hvað er gjöf

Hvað færðu í fermingargjöf frá mömmu þinni og pabba? Þetta er spurning sem þið, kæru fermingarbörn, hafið eflaust fengið síðustu vikur og mánuði frá vinum ykkar, kunningjum og hinum og þessum. Ég held ekki, heldur veit ég að það eru fleiri hér inni sem hafa fengið þessa spurningu þegar þau stóðu í sömu sporum og þið eruð í dag. Það er nokkuð ljóst að gjafirnar breytast með hverju árinu sem líður. Það er meira að segja gefinn út listi sem segir hver verði vinsælasta fermingargjöfin það árið. Í ár á það að vera flygildi...
Predikun

Seljahverfi hugans

Er hægt að hugga mannsins hjarta með betri aðferðum? Er unnt að ávarpa og umfaðma angist mannssálarinnar með markvissari hætti þannig að þörfin fyrir myndun andúðar- og skammarhópa minnki eða hverfi?
Predikun

Eins og hinir

Það er óhætt að segja að Jesús hafi alls ekki verið „eins og hinir“ á sínum tíma. Jesús var algjörlega óhræddur við að ögra því sem var viðurkennt í samfélaginu, ef hann taldi það nauðsynlegt.
Predikun

Jesús og kerfið

Hugsið ykkur. Í hvert einasta skipti sem þið komið í kirkju þá þiggið þið þessa blessun. Það er ekki einhver töframáttur fólginn í henni, við verðum ekki að einhverjum andlegum eða trúarlegum ofurmennum við að þiggja blessunina. En hún er samt raunveruleg. Raunveruleg gjöf. Gjöf frá þeim guði sem stendur með þér. Stendur með þér þegar þér finnst þú vera undirokuð, kvíðin, hrædd. Þetta er blessun sem þú tekur með þér þegar þú gengur héðan út. Þú skilur hana ekki eftir í kirkjunni, hún fylgir þér héðan út í lífið.
Predikun

Allt þarf sinn tíma

Bænin er öflugt hjálpartæki. Dýrmæt gjöf frá Guði þar sem við getum nálgast kærleika Guðs. Í bæninni getum við gefið Guði það sem við skiljum ekki eða stýrum ekki og náð sátt. Þangað getum við sótt hugrekki og styrk. Kraft til þess að gera það sem við getum ekki sjálf.
Predikun

Guðslömbin

Kraftaverk hvítasunnunnar er líka af þessum toga. Í því sameinast það fallega, eðlilega, góða, sigur lífsins og nærvera hins heilaga, sem hvert og eitt okkar á aðgang að - alveg eins og við fengum öll aðgang að undrinu að Syðri-Hofdölum í heilan sólarhring.
Predikun

Meira maður

Páll Skúlason nefndi að það væri ekki hlutverk menntunar að gera okkur að meiri mönnum, heldur meira að mönnum.
Predikun

Aldrei ein!

Kæru vinir, gleðilegan uppstigningardag! Þetta er sannarlega gleðidagur hjá okkur í kirkjunni og við höfum margt að þakka fyrir. Hinn fyrsti uppstigningardagur lærisveinanna var sannarlega dagur andstæðna. Hann var bæði dagur sorgar og gleði. Þennan dag yfirgaf Jesús lærisveina sína endanlega.
Predikun

Ljóð Guðs og Liljuljóð

Guð er stórskáldið, sem yrkir heiminn, yrkir mennina, nýtur lífsins, er sjálfur hin mikla póesía lífsins, líka þegar allt er þrotið, búið, týnt og brotið. Fagnaðarerindið er hin mikla póesía Guðs, að lífið er góður gerningur, póesía elskunnar. Þegar lífi lýkur er þessi ljóðmögur mættur, opnar fangið og leyfir öllu fólki, já allri sköpun sinni inn í himinnn. Við erum elskuð og megum elska, vera aðilar að aðal-ástarsögu heimsins.
Predikun

1141 vinur

Stjórnvöld og allt fólk í valdastöðum ætti ávallt að taka sér Jesú Krist til fyrirmyndar og líta á fólkið sem kýs þau, fólkið sem þau eru í valdastöðu gagnvart, sem vini. Þ.e.a.s að iðka samtal og gagnsæ vinnubrögð því vinir vita hvað vinir hafast að. Að öðrum kosti ríkir vantraust og á þeim stað erum við því miður í dag.
Predikun