Trú.is

Sannleikur og ógæfa

Sannleikurinn er dýrmætur og hann getur krafist fórna. Fornir hugsuðir hafa hugleitt þessa stöðu og hið íslenska skáld segir þá sögu einnig á sinn hátt. Saga Þórarins Eldjárns hefst á veðurfarslýsingu þar sem hann segir frá því er hann hröklast undan nöprum vindunum inn á krána þar sem hann hittir þessa ólánsömu konu. Kaldhæðnin verður þó enn meiri í lokaorðunum þegar því er lýst hvernig heimurinn átti eftir að leika hana – já sjálft barnið úr ævintýrinu um nýju fötin keisarans.
Pistill

Dauðahald

Með öðrum orðum: „Sá sem elskar líf sitt mun glata því“ segir Jesús – er hann ekki að vísa í dauða-haldið sem okkur reynist stundum svo erfitt að sleppa?
Predikun

Orð hafa áhrif

Hér lesum við um fólk sem fær köllun í lífi sínu og hún breytir öllu. En Biblían fjallar ekki aðeins um persónur og leikendur. Hún mótar ekki síður líf lesendanna. Hún mótar heilu samfélögin. Þegar við gefum gaum að þeim sem hafa farið halloka í lífinu þá er það í samræmi við orð Biblíunnar. Þegar við hlúum að hinum veikburða og smáu þá lifum við í anda Jesú. Sum okkar tengjum þá mannúð og mildi ekki við kristna trú. En textarnir birta okkur einmitt mynd af slíku fólki, bjargvættum sem fengu óvænta köllun og leiddu af sér blessun. Sum úr þessum hópi hafi meir að segja lagt sig fram um að halda Biblíunni frá börnum og ungmennum hér á landi.
Predikun

Biðraðir

En þessi lífsreyndi hugsuður, Predikarinn, hefur augljóslega séð þetta allt. Hann hefur heyrt siguróp hinna fremstu, séð glampann í augum hinna vinsælu, skynjað hvernig þau geisla af gleði sem tróna yfir öðru fólki. Og um leið hefur hann lært það hversu fallvöld gæfan er. Hann veit að ekki er allt gull sem glóir í þessum efnum. Farældin er að hans mati fólgin í öðrum þáttum:
Predikun

Ummyndun frá fortíð til framtíðar

Umbreytingin er mál dagsins og ég segi: "Jesús umbreytir tilveru okkar og því er það hans afl og trú á hann sem getur fært okkur hugrekki til að mæta ógnum og óvissu. Þar er óvissan líklega verst. En trú og traust á Frelsara okkar best." En tilvera okkar mótast af gervigreindinni í auknum mæli og því segi ég hér: "... samt höldum við áfram að fæða þróunina í átt til gervigreindar með aukinni tækni sem eykst að þekkingu á margföldum hraða við flest annað sem er að gjörbreyta tilveru mannsins. Ógnarhlýnun jarðar og hættuleg súrnun sjávar er á hraða snigilsins miðað við stigmögnun rafrænnar tækni. Enginn vandi verður núna fyrir úlfinn að koma fram sem Rauðhetta. Við munum aldrei getað sagt til um það hvar flagð er undir fögru skinni eða úlfur í sauðagæru ef við höfum ekki verið að fylgjast með því sem er umbylta tilverunni. Fylgjast með því sem er að gera að engu skil milli raunveruleikans og hliðarveruleikans í rafrænu formi, hvort sem það eru leikir eða annað. En von okkar er sú að með þessari miklu tækni verði hægt að vinna tilveru okkar gagn í baráttunni við loftslagsógnina og gera heiminn betri."
Pistill

Er okkur eitthvað heilagt?

Og jú, vissulega á hið heilaga undir högg að sækja á þessum tímum sem mörgum öðrum. En boðskapur helginnar gegnsýrir engu að síður menningu okkar. Hann sækjum við í Biblíuna. Þaðan kemur sú vitund þegar við finnum til með þeim sem eiga erfitt, reynum að setja okkur í spor fólks sem er á flótta, horfir á sína nánustu deyja í sprengjuregni eða eigur sínar liðast í sundur í náttúruhamförum.
Predikun

Sameiginlegt embætti systurkirkna - skiptir það máli?

Vert er að benda á að ekki nota allar lútherskar kirkjur titilinn biskup, þó það sé á flestum stöðum svo. Segja má að lútherskar kirkjur séu í þessum efnum sem ýmsum öðrum miðsvæðis, rúmi bæði hefðbundna sýn á kirkjuskipan og annað fyrirkomulag. Það sannar vera norrænu lúthersku kirknanna innan bæði Porvoo og Leuenberg þar sem hið fyrra leggur áherslu á biskupsþjónustuna en hið síðara ekki.
Pistill

Kvikusvæði kristninnar

Það hefur nefnilega sýnt sig hversu vandasamt það er að byggja upp valdakerfi á grundvelli þess boðskapar sem Jesús flutti. Þar má taka kunnuglega líkingu af því þegar byggð er reist á flekamótum jarðskorpunnar – sprungusvæði. Jú, hrammur valdsins er samur við sig og sú hugsun hefur meðal annars mengað einstaka rit í Biblíunni. En undir yfirborðinu leynist sú kvika sem getur svo stigið upp með miklum látum og breytt gangi sögunnar.
Predikun

Lærdómar liðins árs og stundir blessunar

Stundum veita erfiðustu stundirnar okkur mestan ljóssins lærdóm. Stundum þroskast hjartað mest þegar þrautirnar eru stórar og missirinn mikill. Nonni vinur minn kenndi mér margt.
Predikun

Tónlist hversdagsins

Ég held það megi vel skoða boðskap Jóhannesar í samhengi þeirra hugmynda sem hér eru ræddar. Erindið sem Jóhannes átti við fólkið rímar furðuvel við hugleiðingar nafna hans, Lennons.
Predikun

Að mæta hinu ókomna

Upphafsreitur nýs árs er tilefni til að mæta hinu ókomna. Og leiðum við mörg hugann að börnunum. Í gamla daga þegar skopteiknarinn Sigmúnd skreytti forsíðu Moggans þá dró hann upp mynd af smábarni með borða um axlirnar þar sem á stóð hið nýja ártal. Við hlið þess var öldungur með hið liðna.
Predikun

Prédikun nýjársdag 2024

Jesús Kristur. Með þér viljum við byrja þetta nýja ár og taka á móti því sem það færir okkur af gleði og af sorgum.
Predikun