Trú.is

Vonin brýtur sér alltaf leið út úr myrkrinu

Vonin brýtur sér alltaf leið úr myrkrinu. Úr öskunni, brjótast græn grasstráin, laufin sem þrá frelsi laufgast á greinum tjránna. Já, auðvitað verður allt frjálst á ný, gráminn hverfur og kveður og já, auðvitað ertu alltaf falleg Mörkin mín.
Predikun

Lífið er alls ekkert leiðindarspil

Því hamingjan er þar sem við erum stödd hverju sinni. Hún leynist á ótrúlegum stöðum eins og konurnar upplifðu þar sem þér héldu að gröfinni hinn fyrsta páskadagsmorgunn.
Predikun

Rennandi vatn

Vatnið og lífið, vatnið og eilífa lífið, eins og vatnið sækir fram, sækir lífið fram. Án vatns visnar allt, og sérhvert lifandi mannsbarn er víst að stórum hluta vatn. Lífið sækir fram, já um það fjalla páskarnir. Dauðinn verður sem raddlaus nótt, með páskum hefur dauðinn misst rödd sína.
Predikun

Jörðin lætur laust

Í næstum eitt og hálft ár hefur umræðan um efnahagshrunið tekið hug okkar allan. Við höfum upplifað langt tímabil, mjög langt, einskonar fimmhundruðfaldan föstudaginn langa. En þá gerist atburður sem breytir öllu. Jörðin opnast og eldur brýst fram, eldtungurnar lýsa upp himininn og fólk flykkist svo þúsundum skiptir til að virða fyrir sér undrið.
Predikun