Trú.is

Hugvekja: María móðir Drottins í upphafi bænaviku

Fyrirbænaþjónusta kirkjunnar er þannig undir krossinum með Maríu í raunveruleika samtímans. Vil ég hvetja alla sem tækifæri hafa að fylgjast með átta daga bænunum. Það eru ritningarlestrar, íhugun og bæn fyrir þessa daga sem bænavikan stendur, gefa Guði tíma að morgni eða um miðjan dag eða að kvöldi til að biðja fyrir þeim bænaefnum sem þar eru og því sem andinn minnir okkur á. Áttadaga bænirnar má finna á facebook síðunni: Bænavika 18-25 janúar.
Pistill

Fang að hvíla í

Barnið fékk fang til að hvíla í, ást, umhyggju. Þetta eru mannréttindi og til þeirra erum við borin en það hafa ekki allir mannréttindi, ekkert fang, hvorki að hvíla í né ríkisfang. Jólasagan dregur upp mynd af hvað er nauðsynlegt til að mennskan dafni í þessari veröld. Umhyggja, staður að vera á , fang til að hvíla í...
Predikun

Barnamessa - Barnadagurinn

Við Íslendingar ættum aldrei að vísa úr landi ófrískum mæðrum eða börnum fólks sem hér leitar hælis, vegna haturs og ranglætis í heimalandi þess. Barnið er heilagt og sem slíkt á það alltaf að vera velkomið.
Pistill

Manngildi

Ég kalla eftir umræðu um manngildi, mannhelgi og mannskilning. Frumvarpið vekur fjölda spurninga og verði það samþykkt óbreytt tel ég að sagan muni leiða í ljós að þar hafi samfélagið villst af leið.
Pistill

Bjartsýni eða lífsjátning

Sumt í kristindóminum er erfitt, eiginlega algjörlega óviðráðanlegt. Upprisan er eitt af því. Stundum kvarta ég við Guð minn í bæninni yfir því að trúin eins og hún kemur til mín er óskynsamleg... Svo renna upp páskar. Og öll mín skynsemi hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ég rétti úr mér, breiði faðminn á móti rísandi sól, nýt ilmsins af vorinu og vitnisburðar kvennanna og lærisveinanna af upprisu. Þá renna upp gleðilegir páskar eins og vorsólin. Er þetta óraunsæ bjartsýni eða lífsjátning?
Predikun

Upplifun kvenna og innflytjenda

Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah, en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm.
Pistill