Trú.is

Skoðanir

Ég sé ekki Jesú fyrir mér, leyna skoðun sinni á málefni sem skiptir máli. Þegar einhver þurfti hans við eða vildi heyra álit hans þá leit hann ekki í hina áttina og sagðist ekki geta tjáð sig fyrr en hann og lærisveinarnir hefðu komist að sameiginlegri niðurstöðu.
Predikun

Útrásargosar og öfundarmenn

Þjóðin beið eftir því að Geir H. Haarde segði eitthvað á fimmtudagskvöldið, eða bara Davíð Oddsson eða einhver annar sem getur og veit og kann að leiðrétta misskilning. Þjóðin er að spyrjast á: Hvar er einhver sterkur, vitur einstaklingur sem getur leiðrétt afstöðuna milli okkar og hinna efnislegu gæða svo að þau haldi áfram að flæða til okkar? Rétt svar er þetta: Hann er hvergi. Lausnin verður ekki tjáð, bara heyrð.
Predikun

Orð og undur (í Krýsuvík)

En erindið dýrmæta þarf að setja fram á svo glöggu og skiljanlegu máli hverju sinni að innhald þess og veigur, eigind og umbreytandi afl séu virk og máttug til að hræra hjörtu og huga og leiða til hjálpræðis og samræmis við Orðið eilífa, skynsemi, rök, réttlæti og umskapandi elsku Guðs þótt ytri mynd og umhverfi, aðstæður og kjör séu breytileg frá öld til aldar og kynslóð til kynslóðar.
Predikun

Ótrúlegt tilboð

„Komið, kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust bæði vín og mjólk!“ Þetta hjómar næstum eins og samtal Boga og Örvars í Spaugstofunni eða eins og auglýsing um að Guðni ráðherra gefi mjólkina og að vínið kosti ekkert í Vínbúðinni. Guð heldur áfram að koma okkur á óvart.
Predikun

Einingarband

Um þessar mundir horfum við upp á hin kristnu Vesturlönd æ meir á valdi bölsýni og uppgjafar. Tilfinningin fyrir tilvist Guðs hefur daprast í okkar heimshluta. Það sorgleg staðreynd. Mér finnst næsta augljóst, þótt öðru sé gjarna haldið fram, að brotthvarf guðsvitundar úr menningu og uppeldi okkar heimshluta hafi ekki leitt til aukins víðsýnis og skynsemi, heldur þvert á móti til vaxandi trúgirni og hleypidóma, og máttleysis andspænis hverskonar öfgum.
Predikun

Bonhoeffer, trúin, vantrúin, og sitthvað fleira

Sögum ekki undan okkur greinarnar sem hafa skýlt okkur í árþúsund. Við lifum á viðsjálverðum tímum. „Það er brýnast af öllu að setja aftur á sinn stað hin kristnu boðorð, sem fölsk bylting er búin að troða í svaðið.“ Þannig tók Thomas Mann til orða og ég tek undir með honum. Eina skapandi aflið er virkur kærleikur.
Predikun

Lesið í klæðin

Erum við þá eitthvað vitlaust klædd? Erum við t.d. ekki íklædd ótta og vantrú, þegar við lokum okkur inni í ráðleysinu yfir ofbeldi götulífsins, í stað þess að þyrpast út á göturnar og mæla gegn ógninni, sameinuð og af skilningi, þekkingu, kjarki - og réttvísi.
Predikun

Tími tortryggninnar er liðinn

Nú á sér stað vitundarvakning um fásinnu tortryggninnar. Við finnum að við getum ekki leyft okkur að einangra okkur í tortryggni. Við erum öll á sama báti og við vitum þetta betur í dag en nokkru sinni fyrr. Þess vegna er þjóð okkar í uppnámi. Við vitum ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Í aðra röndina erum við veiðimenn sem sækjum bráð okkar þegar hún gefst, en hinsvegar horfum við á náttúruna með svo ríkum tilfinningum að við eigum bágt með að bera þær.
Predikun

Hlustum með hjartanu

Það er merkilegt að kristindómurinn hefur oft verið tengdur við gleðisnautt líf. Líf þar sem skemmtanir og gleðskapur eru sett á bannlista. Raunar hafa hópar innan kirkjunnar á öllum tímum og enn í dag litið svo á að veislur og gleðskapur væru verkfæri hins illa og þar með flokka sem synd.
Predikun

Vilji Guðs og rödd hrópanda í eyðimörk

Ég heyrði eitt sinn getið um víðlesinn mann sem þó hafði aldrei litið í þá helgu bók sem við í daglegu tali nefnum Biblíuna. Dag nokkurn ákvað hann að lesa þá texta hennar sem við kennum við hinn Nýja sáttmála, þ.e. hið Nýja testamenti Drottins okkar og frelsara Jesú Krists. Þegar maðurinn hafði lokið lestrinum lét hann svo um mælt við lærða vini sína, að það sem hann nú hefði lesið væri í raun og veru fremur persóna en texti.
Predikun