Trú.is

Áfram Ísland

Þegar fólk þorir getur allt gerst. Magnea er kölluð til að þora að lifa, foreldrarnir einnig, afarnir og ömmurnar. Við sem einstaklingar og þjóð erum kölluð til að láta ekki ósigra og vonbrigði fortíðar og nútíðar hefta okkur heldur láta vaða.
Predikun

Guð blessi Ísland

Boðskapur og fyrir rappið á Austurvelli.
Predikun

Kristur er upprisinn

Páskarnir eru ekki aðeins dagur með boðskap heldur lífshvati að við stoppum aldrei á löngum föstudegi heldur höldum áfram, berjust gegn því sem hindrar fólk til hamingjulífs.
Predikun

Ó, Guð vors lands - hvar?

Á árinu 2016 munum við ekki aðeins vinna, borða, elska, kjósa og elta fótbolta í Frans. Við munum búa við hernað, hermdarverk, flóttafólk og líka fólk með óþol gagnvart trú. Við munum sem einstalingar og hópar taka skref og jafnvel ákvarðanir um mörk trúar, hvar trúin má vera og hvernig hún eigi eða geti blandast samfélagsvefnum.
Predikun

Ég elska þig

Guð er elskhugi, elskar ákaft og tjáir þér alltaf - á öllum stundum lífsins, á álagstundum, á hátíðum, með börnum, í fangi ástvina - alls staðar: „Ég elska þig.“
Predikun

Sálarskúringar

Aðventan er hreinsunartími. Við reynum að ná blettunum. Ekkert þrifafyrirtæki tekur að sér að þrífa sál þína, engir sálfræðingar, ekki AA hreyfingin, ekki A. Smith og ekki kirkjan.
Predikun

Himinfleki og krossfesting

Allur harmur heims er umfaðmaður í krossfestingunni. Við erum í Jesú og Jesús í okkur öllum. Boðskapur hans, ást hans á lífinu, sköpuninni, mannfólkinu er ást Guðs til okkar allra, hvernig sem við erum og hvers litar sem við erum.
Pistill

Aldrei aftur París

Við þurfum hugrekki til að ræða trú og sið, menningu og ómenningu opinskátt og í almannarými samfélagsins. Við þurfum að ræða málin í skólum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlunum og í almenningnum. Við megum gjarnan vera eins og Jesús Kristur og horfa á alla með augum ástarinnar, með hlýju en fullkomnu raunsæi og einbeittri skynsemi.
Predikun

Praesens historicum

Stærsta sagan sem er til er saga Guðs. Hún er erkisaga - lykilsaga. Trúmenn sjá í þeirri sögu túlkun á eigin smásögu. Hver ertu? Aðeins fortíðarsnauð nútíð - eða nútíð sem sagan litar og er til framtíðar? Jesús Kristur er í sögu, en er einnig söguleg samtíð og á erindi við þína sögu - við þig. Þess vegna er praesens historicum við og í Hallgrímskirkju - öllum kirkjum - ekki dautt grjót heldur erindi um líf og fögnuð.
Pistill

Liverpool, Klopp og lífsviskan

Hvað kemur knattspyrna og Klopp kirkju við? En af hverju þessar íþróttafréttir í messu? Er fótboltaguðinn sinnar eigin tegundar og ótengdur kristni?
Predikun

Þessir flóttamenn

Útlendingar á nýjum slóðum. Landflótta fólk í veröldinni. Rutarbók segir okkur að aðkomufólk er ekki réttlaust, vont fólk heldur jafn lifandi og við hin. Það þráir öryggi, ást, frið, skilning þrátt fyrir að það sé útlendingar og öðru vísi.
Pistill

Hvað á ég að gera?

Hvað á ég að gera? spurði maðurinn og svarið er: Þú átt ekki að gera – heldur vera.
Predikun