Trú.is

Þægindaramminn

Allt í kringum okkur er fólk að sækjast eftir völdum. Fólk er stöðugt að reyna að ná kosningu, fá aukin frama, ná á toppinn. Þessi viðleitni á sér stað sérhverja stund, frá degi til dags, frá einni viku til annarrar, frá einum mánuði til annars, frá ári til árs. Hver verður fyrstur, annar, þriðji? Í sjálfu sér er þetta ekkert slæmt, einhver ætti að vera á toppnum. Það gæti jafnvel verið gott fyrir einhvern að vera á toppnum. En í sjálfu sér er fólk með þessum hætti að hlýða eigin hégómagirnd.
Predikun

Þakklæti

Svo leið helgin og mánudagur og þriðjudagur. Það var svo ekki fyrr en um miðjan miðvikudag að læknirinn hringir í hann og tilkynnir honum að hann sé að svara meðferðinni vel. Gildin hafi ekki aðeins staðið í stað eða lækkað lítillega heldur séu þau nú hreinlega komin niður í NÚLL!
Predikun

Orðin sem ég set fram birta viðhorf mín

Að hve miklu leyti þarf stúlkan, sem ég talaði um áðan, að vera steypt í staðalímynd eða viðmiðunarramma til þess að eiga skilið betri framkomu og losna undan umtalinu og eineltinu?
Predikun

Drottins þjónn og daglegt brauð

<em>Ég er brauð lífsins</em> segir Jesús, brauðið sem er hold og orð og þekkir mannsins glímur. Hann þekkir villta bjarndýrið innra með okkur, sem við erum alltaf að reyna að temja og strauja skyrtur.
Predikun

Hlustum og bjóðum samfylgd!

Alveg eins og Jesús mætti fólki með samfylgd og samlíðan, þannig skulum við hlusta eftir því sem aðrir hafa að segja okkur og við skulum taka eftir samferðafólki okkar. Þannig vinnum við á móti skeytingarleysinu sem vill stundum ná yfirhöndinni í samfélaginu.
Predikun

Ég er Guð

Karl sagði við konu sína: “Mikið væri gaman að fara til Sínaí og hrópa boðorðin af fjallstindinum.” Konan horfði íbyggin á hann og svaraði: „Ég held að það sé nú betra að vera heima og halda boðorðin!” Og hvað merkja þessi boðorð?
Predikun

Orð

Orðin eru allt um kring. Þau gleðja og særa, upplýsa og blekkja, orðin sýkna og dæma, skýra og flækja.
Predikun

Langlífi

Þessir dagar eru til heiðurs formæðrum okkar og forfeðrum, konum og körlum sem gengu og ganga fram fyrir skjöldu fyrr og síðar til að stuðla að aukningu grunngæða fyrir sem flesta, óháð kyni og öðru því sem kann að aðskilja. Þeir eru mikilvægir því hérna megin himinsins má ávallt gera betur.
Predikun

Varst þú þar, þegar þeir krossfestu Drottin minn?

Við getum séð hér einkennilega notkun tungumálsins og kraft orðanna sem fylgir henni. Notkun tungumáls á þennan hátt sést t.d. oft í ljóðum eða trúarlegum ummælum.
Predikun

Valdhöfunum ógnað

Jesús ógnaði þeim sem völdin höfðu. Hann setti nýja mælikvarða. Og hikaði ekki við að kalla ráðamenn samfélagsins börn djöfulsins. En það sem ógnaði valdhöfum kannski mest, var allt það fólk sem hann reisti upp. Sem hann veitti huggun og von.
Predikun

Frá því sól að morgni rís: Bænadagur kvenna

Í bæn frá Íslandi er minnst kosningaréttar kvenna í 100 ár og 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélags og þess að 80 ár eru liðin frá því að bænadagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur hérlendis. Konur á Bahamaeyjum fengu kosningarétt árið 1962 og er forvígiskvennanna sérstaklega getið í efninu sem sent var út í gegn um alþjóðaskrifstofu bænadags kvenna í New York.
Predikun

Guð er eins og kjóll

Ég held að Guð geti rúmast í öllum okkar myndum af Guði. Að Guð sé bæði svartur og blár og hvít og gyllt. Að öll getum við haft rétt fyrir okkur. Þess vegna held ég að þetta snúist kannski ekki alltaf um það hvort Guð er til eða ekki, heldur hvað Guð er fyrir þér.
Predikun