Trú.is

Hógværum misboðið

Eru það aðeins öfgarnir og hávaðasamair þrýstihópar sem móta fréttaflutninginn? Verður það ekki fyrr en hinum hógværu er nóg boðið og grípa þá til sinna ráða?
Predikun

Sæluboðin og sjálfsmyndin

Sæluboðin fjalla um það sem er ekta, djúpt og hreint í lífinu. Þau eru nefnilega laus við alla yfirborðsmennsku og koma beint að kjarnanum. Þau fjalla um langanir okkar og þrár eftir einhverju dýpra og merkilega. Einhverju sem gefur okkur sanna fyllingu.
Predikun

Leikreglurnar og bænin

Það er mín sannfæring að fegurðin og friðurinn komi með bæninni. Þegar við köfum inn í okkar innsta kjarna. Bænin er nefnilega uppspretta bættra samskipta, virðingar og samstöðu sé hún beðin af einlægni hjartans og í auðmýkt.
Predikun

Já!

Kristin trú kennir okkur að það er alltaf hægt að rísa upp úr öllum aðstæðum, hversu hræðilegar sem þær kunna að vera hvort sem við erum þolendur eða gerendur.
Predikun

Guðlastarinn Jesús Kristur?

Kannski er þá aðeins eitt aðalgildi eftir, réttur einstaklingins. Þegar einstaklingshyggjan ríkir rýrnar samfélagsvíddin. Tjáningarfrelsið verður þá sem næst heilagur réttur, sem ekkert má takmarka.
Predikun

Spegill spegill herm þú mér

Þegar ég lít í spegilinn á baðherberginu á morgnana, þá er misjafnt hvað ég sé. Stundum blasir við mér úthvíldur og vel snyrtur einstaklingur, tilbúinn að halda út í daginn með trú á lífið. Stundum er það allt önnur mynd, og mér birtist okkur úfinn og þreytulegur einstaklingur, sem langar ekki par út fyrir hússins dyr.
Predikun

Á Hallgrímshátíð

Mannauður þess lands er mikill hvað svo sem efnahagnum líður. Hið algera traust á Jesú leiddi til lækningar hins lama manns, sem guðspjall dagsins fjallar um. Megi íslensk þjóð treysta Jesú og halda sig við boðskap hans, feta í sporin hans og nærast af orði hans.
Predikun

Steinninn á götunni

Er kirkjan lík steini á götunni með fjársjóði undir, en margir leiða ekki hugann að því að snerta, fyrr en hann er horfinn, en spyrja þá af undrun, jafnvel reiði: „Hvar er steininn“? „Ég vil hafa hann á sínum stað“.
Predikun

Tengsl - samskipti

Það er svo gefandi að vera með ungu fólki sagði samstarfskona mín við mig ekki alls fyrir löngu þar sem við höfðum verið að ræða saman um daglega lífið og þau mismunandi lífsverkefni sem lífið færir með sér. Og hún hélt áfram og sagði mér af reynslu sinni af því að eiga samtöl við ungt fólk – sinna kennslu meðal þess og því að taka þátt í lífi barnabarna sinna.
Predikun

Að verða fyrir vonbrigðum með lífið!

"Væri það mögulegt; Að við gætum séð handan þess sem við þekkjum...gætum við umborið sorgir okkar með meira trausti en gleðistundirnar. Því sorgarstundirnar eru stundir þegar eitthvað nýtt hefur ruðst inn í líf okkar, eitthvað ókunnugt, allt sem við þekkjum hörfar aftur, og eitthvað nýtt stendur fyrir miðju og er þögult.“
Predikun

Það er ást að sjá í gegnum þetta

Ein af ástæðum þess að þetta myndband var gert er sú að börn og unglingar fá mjög óraunhæfar hugmyndir í fjölmiðlum, tímaritum og á félagsmiðlum um það hvernig þau eiga að hegða sér og hvernig þau eiga að líta út. Þetta á reyndar einnig við um leikföng eins og barbie dúkkur og ofurhetjur sem líta ekki út eins og manneskjur en sífellt meiri kröfur eru um að við reynum að líkja eftir þeim í úliti.
Predikun