Trú.is

Ósæð Krists

Ég veit ekki hvort þú hefur upplifað að sitja við dánarbeð ástvinar ásamt fjölskyldu þinni, mörg okkar eigum þá reynslu í hjartanu. Það er svo merkilegt hvað dauðanum fylgja mikilvæg skilaboð til þeirra sem eftir standa, hvernig hann oft á tíðum nær að sameina jafnvel þá sem hafa ekki talast við lengi, þá sem líða fyrir óuppgerðar tilfinningar í garð hvers annars.
Predikun

Krossgötur

Mætum við mótlætinu með þeim hætti að við látum það svipta okkur allri von? Leyfum við hríðinni að afmá sérkenni okkar og sérstöðu? Verður mótlætið til þess að við töpum áttum og glötum tilfinningu fyrir tíma og rúmi?
Predikun

Golgata í svipmyndum

Sá sem horfir á hinn þjáða Krist lifir sig inn í píslir hans en jafnframt – og ekki síður – inn í þjáningar annarra, myndin skerpir vitund hans, og næmleikinn fyrir sársauka annarra dýpkar. Samkennd hans með öllum sem þjást verður honum meðvituð. Svo krefjandi eru myndir hinna afskræmdu Víetnama, svo krefjandi eru myndirnar frá Golgata.
Predikun

Kross Krists og fórnin

Mönnum hættir til að eigna túlkun ritningarinnar á krossdauða Jesú, því sem hann er að hafna. Kross og dauði Jesú eru endir allra fórna. Því þar er það ekki maðurinn sem gefur eða fórnar heldur Guð sem gefur. En hvað er átt við með þessu?
Predikun

Krossinn, von úr fjötrum vímunnar

Það blasir við okkur kross. Hann er hér ofan við altarið í kirkjunni og skapar henni heilagan stað í miðju. Og þessi dagur er helgaður krossinum, einn dagur á almanaki ársins sem er eins og hjúpaður inn í skugga þagnar og kyrrðar, samúðar og sorgar. Um það vitnar svartur litur sem ber þessum eina degi kirkjuársins vitni og bendir á myrkrið og einsemdina.
Predikun

Brunnur miskunnarinnar

Það er svo erfitt að átta sig á því, að fyrirgefningin og miskunnsemin eru óaðskiljanlegar systur. Sá sem býr við ófrið í sálinni og er firrtur samfélaginu við það sem er sjálfinu æðra, Guð. skilur ekki samhengið í því að fyrirgefningin vex upp af miskunnseminni og miskunnsemin nærist á fyrirgefningunni. Þessar systur eru hjúpaðar sterkum faðmi kærleikans, eins og hann birtist í Jesú, orðum hans, lífi hans, dauða hans. „Brunnur miskunnarinnar“, segir Hallgrímur.
Predikun

Föstudagurinn langi

Krossinn er ekki svar við spurningum hlutlausrar hugsunar. Hann svarar þegar hjartað spyr um hjálp – þegar öll vera manns stendur nakin og óttaslegin frammi fyrir ógnum þessa heims. Hann svarar þeim sem finna til með öðrum og eru tilbúin að horfast í augu við eigin veikleika, eigin dauða. Hann svarar er við leitum til hans í bæn.
Predikun

Hólmganga

Samhengi dauðans og reikningskilanna. Hvar er það? Að dauðinn sé vegurinn heim að dómstól Drottins – hver segir það? Að lífið sé barátta góðs og ills, reynsluvegur í eftirfylgd, þar sem Kristur leiðir og leiðbeinir, hver veit það? Við vitum það.
Predikun

Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig

Í dag, á föstudaginn langa, staðnæmumst við á Golgatahæð, horfum á krossinn, virðum fyrir okkur hann sem leið - tók út þjáningu og kvöl vegna kærleikans. Stemningin við krossinn var undarleg, fólk stóð í tveimur flokkum, hermennirnir, annars vegar, sem spottuðu hann og hæddu, og hins vegar vinir Jesú, sem fylgdu honunm alla leið, meðal annarra móðir hans María, móðursystir hans, María og María Magdalena.
Predikun

Rósavegur þjáningar

Rósir á altari, sem slúta fram fyrir altarisbrún og deyja. Altarið að öðru leyti nakið. Af hverju pína rósir á þessum heilaga og algóða stað – altarinu? Hvað er táknmál þeirra og hvernig varða þær okkar líf og aðstæður? Hugleiðing föstudagsins langa 2006 fer hér á eftir.
Predikun

Í dag í Paradís

Í dag, skilur enginn til fulls. En það má segja það sem svo: Í dag er Kristur á krossinum. Í dag er Kristur í gröfinni. Í dag ertu með honum þar og samt í Paradís. Hversvegna? Í dag hefur þú játað synd þína, í dag hefur þú fengið fyrirgefninguna, í dag hefur opnast leiðin gegn um dauðann til eilífa lífsins, í dag ertu þess vegna í Paradís.
Predikun

Þyrnar sorgarinnar

Föstudagurinn langi er dagur hinna deyfðu hljóma. Dymbilvika dregur nafn sitt af staðreynd þessa dags. Dauða Drottins Jesú. Við komum fram fyrir altari kirkjunnar djúpt snortin af þessum atburði. Altarið, er tákn Golgata í dag. Það er svið grimmilegra atburða þar sem refsinautn mannsins, breiskleiki og rangsleitni nær fullkomnun sinni. Þar standa nú 7 rósir.
Predikun