Trú.is

Launastefna himins eða jarðar

Í þeirri nýju víkingaöld sem upp er runnin yfir Ísland er ríkjandi það meginmarkmið víkinganna að flytja í bú sitt sem mestan feng héðan að og þaðan. Maður er feginn hverjum deginum sem líður án þess að fréttir berist um brennd þorp og hrunin samfélög. Í samhengi víkingatímans er guðspjallið um að hinir síðustu geti orðið hinir fyrstu, eins og afar mislukkaður brandari.
Predikun

Verkamenn í víngarði Drottins

Himnaríki er ástand. “til komi þitt ríki” segjum við í Faðir vor-inu. Í því felst ósk um að vilji Guðs megi ríkja í einu og öllu í tilveru okkar hér á jörðu. Þessi litla setning verður okkur keppikefli og hvatning. Hvað felst í orðnu “himnaríki” er viðfang Jesú í dæmisögu dagsins.
Predikun

Uppskerutími

Heimsbyggðin hefur skolfið undanfarið af reiði múslíma víða um heim vegna birtingar teikninga af Múhameð spámanni sem birst hafa í blöðum í Danmörku, Noregi og víðar. Reiðin sem þær hafa leyst úr læðingi kemur okkur spánskt fyrir sjónir og við undrumst hatrið og það hugarfar að Danir og Norðmenn séu réttdræpir þótt þeir hafi sem einstaklingar ekkert til saka unnið.
Predikun

Launastefna himnaríkis og starfslokasamningur

Guð greiðir jafnt þeim, sem koma snemma til vinnu, og hinum, sem koma seint. Guð er ekki hreppaguð heldur skapari litríkrar fjölvíddarveraldar, djúp allrar elsku, ljós alls ljóss. Lífeyrissjóður himins er digur.
Predikun

Tjáningarfrelsisstríðið og guðfræði fyrirgefningarinnar

Tjáningarfrelsisstríðið hefur ekki aðeins magnað upp andúð í garð annarra menningarheima, heldur hefur það orðið til að vanvirða og lítillækka þá tjáningu sem er helgust í hugum allra manna, sem er tjáning trúarinnar og tjáning sannfæringarinnar.
Predikun

Atvinnulífið og himnaríki

Í guðspjallinu er ekkert minnst á arðsemiskröfu, en þó er minnt á að húsbóndinn er sjálfur fjár síns ráðandi. Honum leyfist því að greiða þeim jafn mikið sem komu seinna til starfa, jafnt og þeim sem fyrst voru ráðnir. Hann á jú fyrirtækið. Þrátt fyrir þessa ráðstöfun hefur hann staðið við þá samninga sem gerðir voru að morgni um denar í daglaun.
Predikun

Leyndardómur Guðsríkisins

Í dag hefst níuviknafasta, tímabilið sem er undanfari lönguföstu. Víða í hinum kristna heimi, hefur þessi tími mótast af fjörmiklum kjötkveðjuhátíðum. Fólk safnast saman, fer um götur og torg íklætt litríkum búningum, syngur og dansar. Hátíðarhöldin standa víða í marga daga, jafnvel vikur. Þannig gera menn sér glaðan dag áður en hin eiginlega fasta gengur í garð. Því þá hefst tímabil iðrunar og yfirbóta, þegar kirkjan íhugar píslarsögu og pínu Drottins Jesú Krists.
Predikun

Í tímans rás

Við getum átt innra líf þótt líkami okkar sé hrumur eða máttvana. Við höfum dæmi um það úr íslensku samfélagi að fólk getur verið í slíkri stöðu, en veitt til okkar endalausu flæði visku og gjafa.
Predikun