Trú.is

Freistingar og reynslupróf: Fallin/n!

Nákvæmlega sömu freistingar mæta okkur öllum, mæta pólitíkusum landsins og heimsins, hvort sem er í borgar- eða sveitastjórnum eða á löggjafarþingum um veröld víða ...
Predikun

Engin útborgun og engar eftirstöðvar!

Á Íslandi í dag eru freistingar bara af hinu góða. Freistingar eru til að láta undan þeim – enda eigum við það öll skilið skv. auglýsingunum. Risahraun – þú átt það skilið! 2 vikur við Svartahafið á aðeins 99.999 – þú átt það svo sannarlega skilið! Hvað ætli maður þurfi að gera til að eiga Risahraun skilið? Eða 2 vikur við Svartahafið.
Predikun

Sendiboðarnir

Við höfum sannarlega margt að gleðjast yfir í okkar samtíð í þeirri sendiför, sem þjóðkirkjan er. Því sendiför er hún, send af Kristi til að vitna um hann í orði og verki. Og oft fáum við að reyna og sjá opnar dyr, kraft fagnaðarerindisins, máttinn sem sigrar í veikleika.
Predikun

Syndin liggur við dyrnar

Hvaða merkingu hefur fastan í huga okkar? Finnum við einhverja breytingu í okkar daglega lífi? Með hvaða hætti getum við markað þetta tímabil kirkjuársins, tímabil íhygli og sjálfsskoðunar, svo að við mættum verða betur búin undir fagnaðartímann, upprisuhátíð frelsarans?
Predikun

Af freistingum og klám-Sögu sem næstum því varð

Þannig erum við frjáls af því að leyfa hugarórum að vaxa eins og púkinn á fjósbitanum, skapa í huga okkar myndir og sögur af ljótleika og því sem ekki byggir upp. Og meira en það . . .
Predikun

Í freistingum

Freisting er ill löngun fædd af girnd og hroka sem hvetur til illra verka. Á bak við freistinguna er vilji freistarans til að spilla sambandi mannsins við Guð og spilla manninum. Freistingin er alltaf fyrst og fremst tilraun til að trufla samband manns og Guðs, og meira en það, að taka upp sið eða framkvæma gjörning sem stríðir gegn vilja Guðs og áætlun hans um samskipti barna hans innbyrðis, eða er beinlínis andstyggð í augum hans.
Predikun

Nútímasaga

„Ef þú ert eitthvað, ef þú ert maður með mönnum, ef þú ert sá sem þú vonar að þú sért, sannaðu það þá með því að græða á því!“ Kannast þú við þessa hvatningu? Sagan af freistingum Krists er nefnilega nútímasaga. "Ef þú ert sonur Guðs?" sagði djöfullinn við Jesú.
Predikun

Úr sjálfheldu syndar

Fastan er gengin í garð. Hún er tími endurmats og það kemur berlega í ljós í textum þessa dags, fyrsta sunnudags í föstu. Þar er fjallað um það hvað mestu varðar í lífinu, hver hin æðstu gæði eru. Það er reyndar nokkuð sem margir vilja segja okkur, hin æðstu gæði og hvaðeina sem mestu varðar er falboðið á markaði samtímans.
Predikun