Trú.is

Þess vegna elskum við Passíusálmana

Skáld verður ekki skáld vegna skáldskapar síns. Allir geta skáldað en það eru fáir sem megna að segja satt og gera það fallega. Það er sannleikurinn um manninn í Passíusálmunum sem fær okkur til að trúa því sem þar er sagt um Guð.
Predikun

Paradís

Í samanburði við þorra mannkyns búum við á Íslandi í Paradís, eða að minnsta kosti eins nálægt hliðinu sem engillinn gætir eins og kostur er. Paradís er hinn altæki staður vegna þess að öll látum við freistast eins og konan sem heitir Líf og maðurinn sem heitir Jörð.
Predikun

Það sem launaumslagið segir ekki

Þessi atburður rifjaðist upp fyrir mér þegar launamál bankastjórnenda komu enn til umræðu í liðinni viku og enn og aftur voru borin á borð rökin um ábyrgð og endurgjald svo að tómahljóðið glumdi í samfélaginu [...] Er það svo? Er það virkilega svo að verk okkar eigi ekki dýpri tilvísun en þá sem birtist í launaumslaginu?
Predikun

Þegar völdin taka völdin

Að mínu mati er þessi sýn svo dýrmæt að kirkjan ætti að hafa hana að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Þessi orð ættu að standa yfir hverjum kirkjudyrum, vera á bréfsefni safnaðanna og á öllum þeim stöðum þar sem menn koma að stjórn og skipulagi kirkjunnar
Predikun
Predikun

Að taka ábyrgð á líðan sinni og lífi

Kain hefði getað reynst hæfur ef hann hefði vísað öfundunni á bug, ákveðið að gleðast yfir sínu eigin framlagi og samgleðjast um leið bróður sínum sem einhverra saka vegna fékk hrósið sem Kain þráði svo mjög. En hann gerði það ekki.
Predikun

Öll erum við elskuð jafnt

Hugsið ykkur bara hversu kröftug mótmæli þetta voru gegn feðraveldinu og hversu mikil hvatning þetta var fyrir þær konur sem stöðugt voru undir hæl feðraveldisins. Jesú færði þeim vonina um að geta brotist gegn þessu og það væri ekki síður þeirra að eignast hlutdeild í því sem þær höfðu áður ekki aðgang að.
Predikun

Ljórar

Hverjir eru ljórar lífsins? Hvar og hvaðan skín ljósið í brjóstkirkju þinni? Textar dagsins fjalla um brigsl Adams og Evu en í 1. Mósebók er saga þeirra sögð sem er um leið saga okkar allra.
Predikun

Hendur Guðs í heiminum

Núna er farið af stað nýtt verkefni sem er söfnun og fræðsla um aðstæður munaðarlausra barna í Úganda. Ástæðin fyrir því að Úganda varð fyrir valinu hjá æskulýðsfélaginu var sú að í haust fengum við heimsókn í kirkjuna frá David og Kristín sem eru frá Úganda.
Predikun

Leikrit um mig

Þessar spurningar gætu allt eins snúið að okkar eigin lífi þegar við spyrjum hvers vegna eitthvað hefur gerst, eitthvað sem rænir okkur gleði, trausti, ást og ánægju og skilur okkur eftir umkringd sorg og söknuði yfir því góða sem við áttum einu sinni. Hvað skýrir allt það vonda og erfiða í tilverunni? Hver er höggormurinn í lífi okkar – og hvers vegna hlustuðum við á hann?
Predikun

Frelsa oss frá illu

Það sem ég geri verð ég að gera í nafni Jesú Krists. Allt sem ekki er unnt að gera í hans nafni ætti ég að láta ógert. En stundum gleymist hinn góði ásetningur. Við gleymsku og vanrækslu hefur kristið fólk alla tíma mátt glíma. Hinn mannlegi þverbrestur er erfiður viðfangs og seintekinn í burtu.
Predikun

Plast í paradís

Þarna mætast andstæðurnar: hafsvæðið sem í huga okkar er táknmynd hins óspillta – og vettvangur ótal frásagna af sakleysi og náttúrulegri paradís. Og svo plastið, sem getur verið samnefnari fyrir lestina í fari okkar.
Predikun