Trú.is

Kunnum við að þakka?

Kyrie eleison, Kriste eleison, Kyrie eleison var sungið fyrrum á grísku. Drottinn miskunna þú oss. Kristur miskunna þú oss. Þannig er miskunnarbæn kirkjunnar í upphafi guðsþjónustunnar og í dag tókum við með þessum hætti undir með kristinni kirkju allra tíma. Stef sem kristnir menn frá fyrstu tíð hafa sungið til að biðja Guð um að leggja við hlustir, til að biðja hann um líkn og náð.
Predikun

Viltu verða heill?

Ég vil í upphafi máls míns óska aðstandendum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju til hamingju með þessa yndislegu hátíð, og þakka allt sem hefur verið framreitt okkur öllum til svo mikillar gleði og uppbyggingar umliðna viku. Kirkjulistahátíð er vísbending um grósku lífs og lista sem á enga hliðstæðu fyrr né síðar hér á landi. Það er sannarlega flest í blóma á Íslandi. Hvert sem litið er má sjá taumlausan sköpunarkraft jafnt í náttúrunni sem í mannlífinu.
Predikun

Heilsulindir

Með því að koma til kirkju í dag ert þú að vitja vatnsins helga, skírnar þinnar.
Predikun

Að gefa Guði dýrðina

Kæri söfnuður, til hamingju með daginn! Hér er fagnað góðum áfanga og glaðst yfir vel unnu verki. Guð blessi það allt. Fyrir nærfellt hálfri öld, þegar Neskirkja var reist, þá var hún tákn nýja tímans á Íslandi. Hún var nútímalegust og best búin allra kirkna í landinu. Með safnaðarheimili því sem nú verður blessað og tekið í notkun eykst til muna og batnar aðstaða safnaðarins til þess fjölþætta safnaðarstarfs og þjónustu sem samtíminn krefst í biðjandi, boðandi, þjónandi kirkju, sem vill vera „samfélag í trú og gleði.“ Safnaðarheimilið nýja, sem klæðir þessa kirkju svo vel, veitir ákjósanlega aðstöðu og vettvang fyrir „trú og líf í opnu húsi Guðs.“
Predikun

Ríkidæmi þakklætisins

Tíu menn fengu bænasvar, lækningu er þeir ákölluðu Jesú um miskunn. Tíu menn gengu glaðir frá Guði, með nýja krafta og nýja möguleika. Einn maður gekk sannarlega ríkur frá fundi Jesú.Hann hafði beðið, læknast og þakkað. Níu menn skynjuðu ekki gjöfina sem þeim var gefin.
Predikun

Trúin sem heilsulind

Við heilsulindina í Betesda hafði maður legið nærfellt mannsaldur, ósjálfbjarga. Þetta var líknarhús, það er reyndar merking orðsins Betesda, líknarhús. Þótt þeir væru annars færri sem urðu vitni að kraftaverki en hinir sem ekki hittu á rétt andartak þegar vatnið hrærðist og kraftar lækningarinnar voru virkir.
Predikun

Hvar eru hinir níu?

Líkþráir menn eða holdveikir voru um daga Jesú og lengst af sögu manna útilokaðir úr mannlegu félagi. Þeir fengu til dæmis ekki að koma nálægt helgihaldinu við musterið í Jerúsalem á tímum Jesú. Hvað þá fengu þeir að taka þátt í bænalífinu í samkunduhúsunum víðs vegar um landið. Rétt eins og Samverjarnir voru þeir taldir óhreinir, en ekki aðeins af Gyðingum heldur af öllum mönnum. Sjúkdómur þeirra var líka hræðilegur, smitaðist við snertingu og var auk þess ólæknanlegur. Það er þess vegna engin tilviljun að guðspjallið skuli segja að hinir líkþráu stæðu “álengdar”.
Predikun

Álengdar

Líkþráu mennirnir 10 stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: Jesús, meistari, miskunna þú oss. Hvað getum við lært af þessum líkþráu mönnum? - Jú, eftir því sem ég hugsa meira um það, þá finnst mér ég geta lært afar margt. Þessir bráðveiku menn höfðu heyrt orðróm um Jesú og það sem hann var að gera, - þeir höfðu örugglega einnig heyrt orðróminn um að Jesús væri á leiðinni. Þeir voru staðráðnir í að hitta hann, þeir reyndar vissu, að þeir máttu ekki koma of nálægt mannfjöldanum, vegna sjúkdómsins sem þeir báru, en þeir tóku sér stöðu álengdar og tóku að kalla, hrópa.
Predikun