Trú.is

Tíu líkþráir

Það kostar hins vegar að leitast við að gefa Guði dýrðina í daglegu lífi, því mennirnir eru sjálfhverfir og láta stundarhagsmuni ganga fyrir gildunum. Menn leitast við að venja rjettlætið til þess að þjóna hagsmunum sínum. Þeir gera hagkvæmissamkomulag um sannleikann. Þeir misbjóða kærleikshugtakinu með því að fjarlægja úr því rjettlætiskröfuna og sannleikskröfuna.
Predikun

Kerfið eða fólkið?

Ég er ekki viss um að við getum sett okkur í spor þessara einstaklinga. En okkur hættir til þess að dæma þau, rétt eins og veikindi þeirra sé þeim að kenna, líferni þeirra hafi leitt til þess að þau smituðust. Í öllu falli þurfum við að spyrja okkur hvort verið geti að þau séu ímynd þeirra sem við viljum ekki hafa samneyti við. Og við getum lært af þeim. Þau biðja aðeins um eitt: Um miskunn Drottins.
Predikun

Biblíusögur eru lífgefandi

Biblíusögur eru besta námsefnið sem við höfum í höndum til að kenna lífsleikni og efla mannvirðingu. Og þetta segi ég blákalt vegna þess að hvort sem fólk á trú eður ei stendur Biblían og þá sér í lagi guðspjöllin, óvéfengjanlega fyrir sínu sem grunnur að samfélagssáttmála þar sem mannleg velferð í andlegum og veraldlegum efnum er sett ofar öllu.
Predikun

Pí, börn og trú

Galdra- eða töfratrú? Trú á að Guð sé einhvers konar hinsta björgunarlið, þegar annað hefur brugðist. Guð, skapari, lausnari og andi heimsins sem hálmstrá! Hvaða trú er það?
Predikun

Ágengar spurningar

Þessi spurning Jesú nær miklu lengra en svo að hún nemi staðar á laugarbakkanum. Hún varðar mun fleiri, en þennan sjúka mann. Hún snertir allt umhverfi hans, fólkið í kring um hann, þá aðra sem voru við laugina og horfðu í hana löngunaraugum, viðhorfið í samfélaginu gagnvart slíkum veikindum
Predikun

Viltu verða hamingjusamari? Viltu verða mjórri?

Í ríki Guðs skipta einkunnir, hitaeiningar eða launaumslög engu máli. Lífið er ekki eitthvað sem við þurfum að „redda“ heldur gjöf sem við eigum að taka við.
Predikun

Múrar og brýr

Þegar við hugleiðum málið nánar sjáum við að ótal margt í lífi okkar og sögu má skoða í ljósi þessara tveggja andstæðna, hindrana og þess sem greiðir förina.
Predikun

Hinn sanni íþróttaandi

Allir hlaupa en einn fær sigurlaunin. Þannig er það á Ólympíuleikunum. Einn vinnur, eitt lið fær gullið. Og vinningshafarnir hafa svo sannarlega unnið fyrir því, lagt hart að sér með miklum æfingum og viljastyrk. Hver og einn keppandi hefur sett sér skýr markmið, unnið að þeim og uppskorið í samræmi við erfiði sitt. Þarna þurfa andi, sál og líkami að vinna saman.
Predikun

Menningardagur

„Það auðkennir þau sem elska að þau syngja” sagði Ágústínus kirkjufaðir endur fyrir löngu. Og hann vissi hvað hann söng. Ágústínus sagði líka við kirkjukórinn sinn: „Elsku börnin mín… Syngið Drottni nýjan söng! Heyrðu! - segið þið -, við erum að syngja! Já, þið syngið, ég heyri það, þið syngið hátt.“
Predikun

Kraftaverk lífsins

Gott dæmi um hversdagslegt kraftaverk er fæðing barns en hver fæðing er kraftaverk. Nýr einstaklingur kemur í heiminn, einstaklingur sem enginn þekkir eða hefur séð, en margir hafa beðið eftir. Ekkert er eðlilegra en fæðing barns, öll fæðumst við jú einhverntíma, en samt er fæðingin kraftaverk.
Predikun

Frelsi og markalínur

Frelsi manns, sem sér ekkert nema spegilmynd sjálfs sín, en horfist aldrei í augu við náunga sinn, endar í helsi. Ég er frjáls en frelsi mitt takmarkast við dyr náunga míns. Þar mætumst við og. . . .
Predikun