Brauð, björg og biblíumaraþon
Það voru magnaðar umræður, sem komu í kjölfar leiks, sem farið var í í tímanum, leikur sem hjálparstarf kirkjunnar útbjó og fékk unga fólkið til þess að skynja og átta sig betur á misskiptingu gæða þessa heims. Það er í raun mikil misskipting. Af hverju skiptir Guð ekki þessum gæðum jafnt og málið er dautt?
Bolli Pétur Bollason
18.3.2007
18.3.2007
Predikun
Brauð
Brauð er yfirskrift textanna sem hér voru lesnir. Brauð er næring og allir þurfa á næringu að halda. Hér er bæði talað um brauð sem líkamlega næringu en einnig andlega. Um þetta biðjum við í Faðir vorinu þegar við biðjum Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Ragnheiður Sverrisdóttir
16.3.2007
16.3.2007
Predikun
Allir hagnast nema bóndinn
Undanfarnar þrjár vikur hef ég verið að ferðast um Úganda, Malaví og Mósambík þar sem Hjálparstarf kirkjunnar er með ýmis verkefni. Þetta er fyrsta ferð mín á vettvang verkefna Hjálparstarfsins og ég varð enn hrifnari af þeim en ég hafði verið, af því sem ég hafði lesið um þau
Lydía Geirsdóttir
14.3.2007
14.3.2007
Pistill
Ísland – best í heimi?
Aðeins 40% íslenskra ungmenna eiga reglulegar samræður eða spjallstundir við foreldra sína. Í samanburði við 27 önnur lönd, nýtur Ísland þess vafasama heiðurs að vera í fimmta neðsta sætinu á listanum, einungis foreldrar í Þýskalandi, Rússlandi, Lettlandi og Ísrael gefa sér minni tíma til viðræðna við börn sín.
Ólafur Jóhann Borgþórsson
13.3.2007
13.3.2007
Pistill
Þurfamenn í allsnægtum
Í skáldskapnum býr mikill leyndardómur. Það á einnig við um kvæði og sálma séra Hallgríms. Fáum hefur tekist eins og honum að yrkja sig inn í sál þessarar þjóðar. Í það minnsta hefur fáum skáldum – ef nokkru – hlotnast að eignast trúnað þjóðarinnar í sama mæli og hann.
Gunnar Kristjánsson
12.3.2007
12.3.2007
Pistill
Þegar Jesús verður reiður
Í guðspjallinu í dag er Jesús reiður - það er ekki oft sem við sjáum hann reiðan á síðum guðspjallanna - en í dag er hann sárreiður og hann notar sterk orð í glímu sinni við andstæðinga sannleikans, andstæðinga Guðs og ráðsályktunar Guðs.
Jón D Hróbjartsson
11.3.2007
11.3.2007
Predikun
Sáttmáli Guðs við þig!
Hann gekk á með hryðjum í nótt og ég sem hélt að vorið væri komið í fyrradag. Og það er ekki laust við að hryssingur sé líka í guðspjalli dagsins. Jesús talar þar enga tæpitungu. Hann er harður í horn að taka og orð hans eru sterk. Hver er þessi Jesús sem talar í guðspjalli dagsins?
Örn Bárður Jónsson
11.3.2007
11.3.2007
Predikun
Kirkjan er ekki sölubúð
Kirkjan okkar er heilagt hús. Það er vígt og er sérstaklega frátekið til helgrar þjónustu. Það er margt sem við myndum aldrei líða að fram færi í kirkjunni. Þar myndum við t.d. ekki halda Þorrablót, heldur ekki almenna dansleiki og því síður að í kirkjunni yrði sett upp sölubúð þar sem naut, sauðir og dúfur væru til sölu.
Gunnlaugur S Stefánsson
11.3.2007
11.3.2007
Predikun
Grænn grunur
Hvað merkir „að hafa ekki grænan grun“ um eitthvað? Hvers vegna skortir grænku í máltækið? Einhvers staðar las ég um að grænn litur væri oft notaður til áherslu í máli og að hér sé líklega einnig um að ræða stuðlun, gr – gr, grænn - grunur.
Örn Bárður Jónsson
8.3.2007
8.3.2007
Pistill
Aska
Orðið „passía“ er komið úr latínu og merkir „þjáning“. Af því orði er heiti sálmanna dregið; í þeim er rakin píslarsaga meistarans. Því má kannski segja, að hin líkamlega fasta kaþólskra manna hafi vikið eða breyst með tilkomu evangelísk-lútherskrar kristni og orðið meira á andlegum nótum, með aðalfæðu í áðurnefndu snilldarverki Hallgríms Péturssonar frá 17. öld.

Sigurður Ægisson
8.3.2007
8.3.2007
Pistill
Satt og logið um bókstafstrú
Herskáir trúarhópar eru gjarnan orðaðir við bókstafstrú, sem er óheppileg þýðing á enska orðinu "fundamentalism". Fundamentalistar eru frekar nýtt fyrirbæri í sögunni. Þeir eiga rætur sínar í bandarískri mótmælendatrú.
Svavar Alfreð Jónsson
6.3.2007
6.3.2007
Pistill
Hallgrímsarfur í þrem svipmyndum
Í sálminum Allt eins og blómstrið eina er dregin upp mynd af óvissu dauðans: “líf mannlegt endar skjótt.” Þessa mynd skilja allir án frekari umhugsunar. “Æskan unga” hleypur um án þess að láta þessar hugsanir trufla sig en hún fer sömu leið og aðrir: til grafarinnar.
Gunnar Kristjánsson
5.3.2007
5.3.2007
Pistill
Færslur samtals: 5886