Trú.is

Down „tjóns“ vísitalan

Í huga mínum hljómar lag og texti sem mig minnir að tónlistamaður að nafni Bobby Mcfarell söng um árið. “Don’t worrie be happy” það er hægt að útleggja textann þannig -“hafðu engar áhyggjur þetta reddast” ég man að mér fannst textinn smell passa í þjóðarhuga þá eins og nú sem púsl sem vantaði til uppfyllingar heildstæðrar myndar sem við erum stöðugt að leitast við að finna og setja saman.
Predikun

Sköpunarverkið á förnum vegi

Það tekur tíma að venjast fríinu en eftir tveggja daga veru í óbyggðum er eins og maður verði hluti af náttúrunni. Upplifunin er einstök. Áður en ákvarðanir eru teknar um að mannshöndin fái að raska viðlíka ósnortnum víðernum er óhjákvæmilegt að upplifunin sé reiknuð inn í dæmið. Gígawattstundir og unaðsstundir takast á. Ég er alltaf að verða sannfærðari og sannfærðari um að verðmætið er margfalt meira í hinum síðarnefndu.
Pistill

„Eyða fordómum, efla skilning og virðingu ...“

Þegar ég hóf störf í Fella-og Hólakirkju fyrir ári kortlögðu og greindu sóknarnefndir og starfsfólk helstu þarfir íbúa í hverfinu, með tilliti til þess hvar kirkjan gæti orðið að liði. Þá kom strax fram sú hugmynd að vinna með innflytjendum í hverfinu þar sem stór hópur fólks af erlendu bergi brotið býr hér í efra Breiðholti.
Pistill

Litróf - fjölmenningarstarf í Breiðholti

Kirkja er samfélag fólks sem á trú á Jesú Krist og kemur saman um Guðs orð og sakramentið. En það þýðir ekki að kirkjan vilji einungis hugsa um sína meðlimi og þjóna þeim. Víða í heiminum eru kirkjur sem hvetja meðlimi sína til að stuðla að friði og hugsa um velferð og hagsmuni almennings. Í Evrópu, þar sem kristið fólk hefur verið í meirihluta, hefur kirkjan langa sögu af kærleiksþjónustu.
Pistill

Sáttastarf á átakasvæðum

Átakanleg tíðindi berast af átakasvæðum þar sem ófriðareldar loga. Frá Írak birtast þau daglega á sjónvarpsskjám. Orrahríð í Líbanon var aðal fréttaefnið meðan hún stóð yfir. Fjöldi manns lá í valnum og óskilgreind örkuml, limlestingar og eyðilögð mannvirki hlutust af.
Pistill

Þar sem réttlæti og friður kyssast

Þeir Helmick og Petersen hafa hvor með sínum hætti þróað kenningar um hvernig nálgast megi ágreining þannig að raunveruleg sátt náist í kjölfar erfiðra deilna og átaka. Reynsla þeirra af sáttaferli og sáttamiðlun nær til að mynda yfir starf í Norður Írlandi, Landinu helga, löndum fyrrum Júgóslavíu, Austur Tímor og Suður Afríku.
Pistill

Kunnum við að þakka?

Kyrie eleison, Kriste eleison, Kyrie eleison var sungið fyrrum á grísku. Drottinn miskunna þú oss. Kristur miskunna þú oss. Þannig er miskunnarbæn kirkjunnar í upphafi guðsþjónustunnar og í dag tókum við með þessum hætti undir með kristinni kirkju allra tíma. Stef sem kristnir menn frá fyrstu tíð hafa sungið til að biðja Guð um að leggja við hlustir, til að biðja hann um líkn og náð.
Predikun

Sáttaleið til friðar

Þegar deilur taka á sig trúarlegt yfirbragð er oftar en ekki önnur rót að þeim en hin trúarlega. Trúin hefur þá verið „sjanghæjuð“ til þess að þjóna öðrum málstað og ofbeldisfyllri en henni er ætlað. Og trúarleiðtogar láta sig í þeim tilvikum meira skipta bitlinga og greiðasemi valdhafa en umhyggju fyrir þeim sem eru í neyð og hættu.
Pistill

Að segja sannleikann

Einn minna lærifeðra benti á að prestar hefðu heitið því að prédika Guðs orð hreint og ómengað. Gerðu þeir eitthvað annað hefði söfnuðurinn ekki einungis rétt til þess að þagga niður í prestunum, honum bæri skylda til þess og ætti helst ekki að láta þar við sitja, heldur kasta slíkum prédikurum út úr kirkjunum.
Pistill

Hvernig lestu?

Kristin trú höfðar ekki síður til tilfinninga okkar en vitsmuna. Hún höfðar ekki síður til verka okkar en íhugunar. Hér í gamla daga í kirkjunni söfnuðust menn saman til helgrar þjónustu og gengu til altaris til staðfestingar á því að þeir væru hluti af sömu fjölskyldunni – söfnuði Krists. Þeir þáðu brauðið og vínið þann helga leyndardóm sem kristnir menn kalla líkama og blóð Krists.
Predikun

Kærleikurinn

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Hefur þú nokkurn tíma heyrt fallegri fullyrðingu en þessa? Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Hún er í ljóði sem er kallað óðurinn til kærleikans og er í Nýja-testamentinu.
Predikun