Trú.is

Til hamingju með afmæli kirkjunnar.

Lítið til ykkar fallegu kirkju. Ég sá úr flugvélinni áðan að kirkjan stendur á áberandi stað og sést eflaust víða að úr bænum. Hún er ekki sólin, ekki ljósið. En hún vísar upp fyrir sig, þangað sem Jesús er. Og þar er að finna kraftinn og kjarkinn, sem við öll þörfnumst í þessu lífi.
Predikun

Á þjóðhátíðardegi

Forsenda þess að viljinn sé til staðar er samkennd og samkenndin skapast ef þjóðin þekkir sögu sína og menningu og á sameiginleg minni og hefðir. Jafnframt hefur hún þörf fyrir að móta sér sýn á hvað skapar henni sérstöðu, hvað aðgreinir hana frá öðrum. 
Það er ekki síst hugmyndin um sameiginlegt minni sem skapar þjóðinni grundvöll.
Predikun

Jesús og morgunverðurinn

Það var fjölmennt við morgunverðarborðið á prestssetrinu á Reykhólum í morgun. Þar sem morgnarnir byrja vanalega í kyrrð og ró var skemmtilegur erill. Það var ekki hellt upp á einn bolla af kaffi heldur fulla könnu og morgunverðardiskarnir voru 8 en ekki einn.
Predikun

Lýstu mér, sólin hvíta

Hálærði guðfræðingurinn var orðlaus frammi fyrir einlægri trú drengsins, sem hafði öðlast innsýn þarna á áugnabliki. Maðurinn sem átti að vita allt í trúarlegum efnum var lítill við hliðina á drengnum.
Predikun

Lærdómur sandkassans - Fermingarræða

Ég man þegar mamma fór með mig á gæsluleikvöllinn í Sólheimunum í Reykjavík í gamla daga þar sem sandkassinn var og skildi mig þar eftir í höndum gæslukonunnar. Ég horfði á eftir mömmu gegnum rimlana hnugginn á svip með tárin í augunum en ég tók gleði mína aftur þegar hún kom að sækja mig. Hún huggaði mig oft á mínum æskuárum.Í huga minn koma orð úr spádómsbók Jesaja þar sem segir: ,,Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður, segir Drottinn.” (Jes. 66.13) Fermingarbörnin spurðu mig í vetur hvort Guð væri kona? Mér fannst það góð spurning. Það eiga nefnilega ekki allir góðan föður. Það eiga heldur ekki allir góða móður. Við búum stundum til mynd í huganum af Guði sem er í samræmi við þá mynd af fólki sem hefur reynst okkur vel í lífinu.
Predikun

Í ofsa og ógn

Guð er líka á grensunni, neðst og meðal fanganna.
Predikun

Sjómannasögur

Allt er breytingum háð og mikil breyting hefur átt sér stað undanfarin ár hvað sjómannadaginn varðar. Nú er það ekki einn dagur sem hátíðarhöldin standa heldur nokkrir dagar og hátíðir eru haldnar bæði hér í borg og víða um land, sem standa í fleiri en einn dag.
Predikun

Hafið bláa hafið

En kennir þessa dýrkeypta reynsla einhverja lexíu? Lærum við einhvern tíma af reynslunni svo traustum grunni verði fyrirkomið í stjórnskipulag fiskveiðanna sem styrki búsetu og afkomuöryggi fólksins í sjávarbyggðunum?
Predikun

Uppstigning

Það er mikilvægt að snúa ekki bara aftur í lífinu, heldur njóta þess sem gerist í umhverfi okkar, upplifa hin sem eru á leiðinni og eru samfylgdarfólk, vera næm og glöð gagnvart litum og viðburðum daganna. Og við megum gjarnan opna gagnvart framtíð og möguleikum hennar. Hersu gömul sem við verðum eigum við alltaf framtíð. Trúin gefur þá sýn og vídd.
Predikun

Trúin skapar siðinn

Um fram allt er Guð nálægur í orði sínu og verki. Enginn stjórnar Guði og hefur hann á valdi sínu. En trúarvissan um kærleika hans og máttarverk er hin heilaga von. Sumarið sem nú er að blómgast af vorinu og skrýðir jörð og mann yndisleik sínum vitnar um það. Megum við njóta náðar Guðs.
Predikun

Hamingja kristninnar

Ég ætla að byrja hugvekju mína í dag á því að segja ykkur frá dreng sem ég þekki til. Hann var farinn að loka sig af og vildi ekki umgangast fólk, ekki fjölskyldu sína og félaga, enda átti hann orðið fá raunverulega vini. Hann lék sér ekki lengur úti, og það var langt síðan hann hafði farið út í fótbolta eins og hann hafði iðulega gert áður fyrr.
Predikun