Trú.is

Spilafíkn

Í starfi mínu sem prestur á sviði áfengismála hef ég nokkrum sinnum fengið það verkefni að ræða við spilafíkla. Spilafíkn getur stundum dulist lengur og betur en áfengissýki eða önnur fíkninefnaneysla. Það er vegna þess að spilafíkilinn ber ekki fíkn sína utan á sér með sama hætti og áfengissjúklingar og líkamlegir tilburðir verða ekki eins áberandi.
Pistill

Gerum kröfur

Við lifum í samfélagi sem þróast og breytist hratt, við höfum fjölmiðlalandslag, sem tekur jafnhröðum breytingum enda er það ekki nýr sannleikur að fjölmiðlaflóran endurspeglar á vissan hátt samfélagið okkar. Nú er svo komið að þetta litla íslenska nútímasamfélag okkar er orðið að litríku fjölmiðlasamfélagi.
Pistill

Oviedo-dúkurinn

Í Oviedo á Norður-Spáni, í lítilli kapellu, Cámara Santa, áfastri dómkirkju borgarinnar, er að finna dúk einn, ofinn. Hann er u.þ.b. 84 x 53 cm að stærð, ævaforn og blettóttur og rifinn að hluta, ekkert sérstakur á að líta í fljótu bragði, sýnir t.d. enga mynd eða neitt slíkt, en hefur þótt dýrmætur fyrir einhverra hluta sakir, og þess virði að geyma í traustri hirslu.
Pistill

Godot - sólardans - Guð

Skerið af kristindóminum páskana og þá verður tilvera kristins manns að einum samfelldum föstudegi, langavitleysa í biðstofu Godot. Takið af kristninni upprisuna þá hverfur dansinn og eftir verður fallegur siðaboðskapur góðs manns, sem var líflátinn fyrir mistök. Ertu páskabarn eða ertu kannski barn föstudagsins langa?
Predikun

Einn fyrir alla og allir fyrir einn

Í dag lýkur hinu trúarlega ferðalagi,sem við hófum á skírdagskvöld með einfaldri minningarmáltíð í kringum altarið. Á föstudaginn fórum við í gegnum orð Krists á krossinum eins og þau er að finna í Davíðssálmi 22. Um kvöldið heyrðum við píslarsöguna í tali og tónum. Síðan fjarlægðum við alla hluti af altarinu og gengum út úr kirkjunni myrkvaðri.
Predikun

Dracula og Jesús!

Það er ekki skrýtið að hræðsla hafi gripið um sig hjá konunum og lærisveinunum. Sá sem dó, var ekki dáinn lengur! Slíkt þema hefur verið uppspretta margra kvikmynda á hvíta tjaldinu, margra Hollywood mynda, sem bannaðar eru innan sextán. Dracula og aðrar í þeim flokki skáldskapar og hrollvekju hafa það þema að dauðinn er ekki lengur dauði.
Predikun

Fagna, Guð þér frelsi gefur!

Til forna var talað um “páskahláturinn” Á páskadagsmorgni var að sögn farið með gamanmál í kirkjunni og hlegið dátt, hlegið og kæst yfir því sem er ótrúlegast alls: Að hinn krossfesti Kristur er upprisinn, lífið hefur sigrað dauðann. Hann dó vegna vorra synda, hann dó fyrir þig, til fyrirgefningar syndanna. Guð sneri illu til góðs, dauða til lífs. Já, Guð lék á djöfulinn, felldi hann á eigin bragði.
Predikun

Love Group og útrásin

Því hefur verið haldið fram að upphaf nútíma stjórnmála, pólitíkur og mannréttindabaráttu, megi rekja til þess er Gyðingum (hebreum), sem voru þrælar í Egyptalandi forðum var sagt að kúgun þeirra væri ekki samkvæmt eðli tilverunnar, heldur ættu þeir val. Og Guð birti Móse lögmál og gerði lýðum ljóst að allt ætti í raun að lúta hinu æðsta lögmáli en ekki duttlungum dauðlegra manna.
Predikun

Mynd kyrrðar í óreiðu alls

Það er mynd kyrrðar mitt í óreiðu sem dregin er upp af því þegar konurnar gengu árla morguns hægum skrefum að klettagröfinni er Jesús hafði verið lagður í til hinstu hvíldar. Sól nýs dagas kastaði geislum sínum á þurran jarðveginn, gulleitt rykið þyrlaðist upp undan sandölum þeirra og lagðist hljóðlega niður aftur á jörðina.
Predikun

Hryðjuverk - Frosin fyrirgefning?

Það fór ýmislegt um huga og hjarta þegar maður horfði, já stjarfur á beina útsendingu í sjónvarpinu frá miðborg Lundúna 7. júlí síðastliðinn. Í fyrstu voru fréttirnar óljósar. Greint var frá því að það hafði verið komið fyrir sprengjum í jarðlestunum, sem milljónir manna ferðast með daglega. Sprengjurnar sprungu svo með skelfilegum afleiðingum.
Predikun

Lúther, María og bræðurnir

Marteinn Lúther talaði mál sem heyrendur hans skildu. Hann lagði sig fram um að tala þannig. Reyndar gerði hann það svo mjög að hann fór stundum óþarflega nálægt því orðafari sem talað er af götustrákum. En um leið var hann trúverðugri fyrir vikið.
Predikun

Hann er upprisinn

Guð er Guð lífsins. Lífið er sterkara en dauðinn. Það segja páskarnir, það staðhæfir fregnin um upprisu hins krossfesta. Upplausn og eyðing er sett mörk, hinu forgengilega er ætlað að ummyndast í hið óforgengilega og hinu dauðlega í hið ódauðlega og dauðinn uppsvelgdur verða í sigur. Guð er Guð sem endurnýjar og endurskapar og endurlífgar.
Pistill