Hinn heilagi laugardagur
Það er laugardagur fyrir páska. Sabbatum sanctum. Þetta er dagurinn þegar Drottinn hvílir í gröf sinni. Þetta er dagurinn þegar Drottinn dvelur með hinum látnu. Þetta er dagurinn þegar Drottinn predikar fyrir öndunum í varðhaldinu og leysir þá. Drottinn dvelur í gröf sinni. Í dag er kyrrasti dagur hinnar kyrru viku. Sabbatum sanctum - hinn heilagi hvíldardagur.
Kristján Valur Ingólfsson
15.4.2006
15.4.2006
Pistill
Rósavegur þjáningar
Rósir á altari, sem slúta fram fyrir altarisbrún og deyja. Altarið að öðru leyti nakið. Af hverju pína rósir á þessum heilaga og algóða stað – altarinu? Hvað er táknmál þeirra og hvernig varða þær okkar líf og aðstæður? Hugleiðing föstudagsins langa 2006 fer hér á eftir.
Sigurður Árni Þórðarson
14.4.2006
14.4.2006
Predikun
Í dag í Paradís
Í dag, skilur enginn til fulls. En það má segja það sem svo: Í dag er Kristur á krossinum. Í dag er Kristur í gröfinni. Í dag ertu með honum þar og samt í Paradís. Hversvegna? Í dag hefur þú játað synd þína, í dag hefur þú fengið fyrirgefninguna, í dag hefur opnast leiðin gegn um dauðann til eilífa lífsins, í dag ertu þess vegna í Paradís.
Kristján Valur Ingólfsson
14.4.2006
14.4.2006
Predikun
Þyrnar sorgarinnar
Föstudagurinn langi er dagur hinna deyfðu hljóma. Dymbilvika dregur nafn sitt af staðreynd þessa dags. Dauða Drottins Jesú. Við komum fram fyrir altari kirkjunnar djúpt snortin af þessum atburði. Altarið, er tákn Golgata í dag. Það er svið grimmilegra atburða þar sem refsinautn mannsins, breiskleiki og rangsleitni nær fullkomnun sinni. Þar standa nú 7 rósir.
Birgir Ásgeirsson
14.4.2006
14.4.2006
Predikun
Krossins orð
Kvalavein. Blót og formælingar. Skvaldur, hróp, harmatölur og óp. Háðsglósur ... Við berumst með straumi fjöldans sem þrengir sér nær til að sjá þessa þrjá sakamenn, afmyndaða af kvölum, neglda á kross. Þetta tætta hold og blæðandi undir, afskræmdu andlit. Ég veit að tveir þessara manna eru ræningjar og manndráparar, sem taka út makleg málagjöld. Hvað er annars makleg málagjöld?
Karl Sigurbjörnsson
14.4.2006
14.4.2006
Pistill
Leiðtogahlutverkið
Hann elskaði lærisveina sína og bað fyrir þeim. Þeir undirbjuggu sig undir hátíðina og efndu til kvölmáltíðar saman og undir borðum ræðir Jesús við lærisveinana og efnir þar til sýnikennslu sem reyndis vera leiðtoganámskeið sem lifað hefur með kirkjunni alla tíð síðan – betri leiðtogafræði og forsendur árangurs fyrirfinnast ekki.
Pétur Pétursson
13.4.2006
13.4.2006
Predikun
Getsemane
Drottinn Jesús, þú sem varst gripinn angist og kvíða í Getsemane. Þú þekkir og skilur hvernig mér líður og hvað mér hagar. Lát mig finna návist þína þegar ég óttast framtíðina og kvíði því sem fram undan er, og þegar skuggar fortíðar og sektarbyrði buga mig. Drottinn, opna augu mín fyrir því að þú ert að verki, þar sem snjókrystallarnir glitra í vetrarsólinni, þar sem fræin lifa í moldinni, þar sem fuglinn syngur í háloftunum ...
Karl Sigurbjörnsson
13.4.2006
13.4.2006
Pistill
Skriftaspegilsdagur
Miðvikudagur í kyrruviku er skriftaspegilsdagur. Það er gott að staldra við stutta stund við slíkan spegil áður en höldum áfram föstugöngunni að krossi Krists. Við stöldrum við og íhugum hvers konar lærisveinar við erum.
Árni Svanur Daníelsson
12.4.2006
12.4.2006
Predikun
Skriftaspegill
Á hvað treystir þú í lífi þínu? Hver er raunverulegur grundvöllur lífs þíns? Treystir þú á starfskrafta þína, bankainnistæður eða fjármuni, á andlegan styrk og gáfur, á sambönd þín, á staðfestu þína og heiðarleika, á trúrækni þína eða afturhvarf þitt?
Kristján Valur Ingólfsson
12.4.2006
12.4.2006
Pistill
Gata þjáninganna
Hann staulast áfram, hrasar í hverju spori, stendur skjögrandi á fætur, fellur enn. Hann sem allt vald er gefið á himni og á jörðu liggur nú með andlitið í götunni. Hver mun eftir þetta geta fullyrt að þú stjórnir frá háum trón efst og yst í alheimsgeimi. Hvað sýnir betur að vald þitt er annars konar en það sem við alla jafna kölum vald en einmitt þetta?
Karl Sigurbjörnsson
11.4.2006
11.4.2006
Pistill
Símon frá Kyrene
Oft gerist það að maður er neyddur til að gera hluti sem maður hefði aldrei ímyndað sér ef maður hefði haft nokkurt val. Símon, þú hafðir ekkert val. Og aldrei hefði þér til hugar komið að hjálpa dauðadæmdum sakamanni að bera kross sinn til aftökustaðarins. Hafðir þú ekki nóg með byrðar þínar, faðir þeirra Alexanders og Rúfusar?
Karl Sigurbjörnsson
10.4.2006
10.4.2006
Pistill
Tórínó-líkklæðið
Enginn af helgum dómum kirkjunnar hefur verið rannsakaður jafn gaumgæfilega af vísindamönnum og Tórínó-líkklæðið. Þessa línstranga, sem er 4,36 m langur og 1,10 m breiður, er fyrst getið í heimildum, að öruggt sé, upp úr miðri 14. öld. Eigandi hans þá var Geoffroi de Charnay aðalsmaður, kenndur við smábæinn Lirey í Norður-Frakklandi.

Sigurður Ægisson
9.4.2006
9.4.2006
Pistill
Færslur samtals: 5883