Myndin af Jesú
Margir geyma ákveðna mynd í huga sínum af Jesú Kristi. Sú mynd er bæði dregin upp af sjálfum okkur og öðrum. Allt það sem við heyrðum af honum í bernsku okkar hvort heldur það var heima, í kirkju og skóla, eða það sem við lásum og þær myndir sem við sáum.
Hreinn Hákonarson
15.3.2006
15.3.2006
Pistill
Hve glöð er vor æska
Við þurfum við að átta okkur á að í okkar heimi allsnægtanna, innan um tilbúin tæki og tól, á sú veröld sín takmörk. Það er ekki unnt að afgreiða og skilja allt í heiminum út frá hagtölum og hrjúfu yfirborði tækninnar. Það væri hollt fyrir okkur foreldra að halda til Afríku um stund og upplifa hvaða gildi það eru sem öllu máli skipta.
Þorvaldur Karl Helgason
13.3.2006
13.3.2006
Pistill
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Neyð annarra vekur mismikinn áhuga hjá okkur og öðrum. Neyð okkar vekur mismikla athygli annarra. Í fjölmiðlunum sjáum við og heyrum um þau, sem eiga í einhvers konar erfiðleikum og það snertir okkur efalaust á einhvern hátt. Maður staldrar ef til vill við og leiðir huga og hjarta til viðkomandi en svo flettir maður blaðinu áfram og skilur það svo eftir eða hendir því.
Sigurður Arnarson
12.3.2006
12.3.2006
Predikun
Úti við mærin
Í guðspjalli dagsins leiðir Kristur okkur lærisveina sína, kirkju sína, að mörkum landsvæða – hvar menn hafa dregið línur sem aðskilja fólk, aðgreina. Þau mæri sem við erum stödd hjá að þessu sinni hafa um aldir markað skil á milli tveggja hópa. Annars vegar eru þeir sem hafa að eigin áliti og margra annarra verið taldir sérstakir fulltrúar Guðs hér á jörðu.
Jón Helgi Þórarinsson
12.3.2006
12.3.2006
Predikun
Hinn andlegi Arkímedesarpunktur
Á sama hátt þurfum við sem kirkja líka að glíma og takast á við vandamál samtímans – undan því megum við ekki víkja okkur - en við skulum passa okkur á því að sleppa ekki glímutökunum fyrr en við getum verið þess fullviss, að orðræðan og átökin um ágreiningsmálin verði okkur og samélagi okkar mannanna til blessunar.
Kristinn Jens Sigurþórsson
12.3.2006
12.3.2006
Predikun
Fyrirmynd nýs hjónabandsskilnings?
Hvað er að vera blessaður? Hvað er að þiggja blessun? Viðurkenning og sátt manna í millum í samfélagslegu tilliti. Guðsblessun, er má segja það að lifa í takt við Guðs orð og í takt við hina harla góðu sköpun skaparans og finna handleiðslu hans í lífi sínu. Jakob þáði blessun föður síns, reyndar þá blessun sem bróðir hans átti að njóta.
Þorvaldur Víðisson
12.3.2006
12.3.2006
Predikun
Sársauki á vegi vonar
Sársaukinn í mannlegu lífi er eitthvert hið mesta alvörumál, eitthvert átakanlegasta umhugsunarefni sem mannsandanum getur mætt hér í þessari jarðnesku tilveru. Það er oft svo að fáumst ekki til að hugsa um það. Við göngum fram hjá þeim þegjandi. Sársauki lífsins er ekki eitt af þeim málum, sem við getum farið með á þann hátt.
Þór Hauksson
12.3.2006
12.3.2006
Predikun
Bænaglíma
Getur verið að þetta ,,verði þinn vilji” sé fyrst og fremst varnagli til þess að við verðum ekki fyrir vonbrigðum ef Guð skyldi sjá bænarefnið öðrum augum?
Er það kannski bara uppgjöf að segja við Guð: verði þinn vilji: Hver sem hann er. Ég er þá ekkert að biðja frekar. Þú veist hvort sem er hvað mér er fyrir bestu. Ég legg þetta bara þínar hendur. Þú munt vel fyrir sjá.
Kristján Valur Ingólfsson
12.3.2006
12.3.2006
Predikun
Kirkjustríð og kirkjuþrjóska
Það þýddi ekki að banna Akureyringum að bæta kirkjuaðstöðu sína. Þeir iðkuðu líffvænlega kirkjuþrjósku! Í mikilvægum málum skiptir öllu að hafa markmiðin skýr. Prédikun í lokamessu Kirkjudaga Akureyrarkirkju 2006 fer hér á eftir.
Sigurður Árni Þórðarson
12.3.2006
12.3.2006
Predikun
Vatn til að lifa
Ein af fyrstu ályktununum sem samþykkt var á 9. heimsþingi Alkirkjuráðsins (World Council of Churches) snýr að nýtingu vatnsauðlinda. Þar eru kirkjur hvattar til að beita sér fyrir því að öllum sé tryggður aðgangur til vatns og að þess sé gætt að vatnslindir séu ekki markaðsvara.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
9.3.2006
9.3.2006
Pistill
Syngjandi kirkja
Af samtölum mínum við organista, presta og kórfólk á undanförnum mánuðum má ætla að framundan séu spennandi tímar í sönglífi safnaðanna. Þessir aðilar virðast almennt sammála um að áherslur tónlistarstefnunnar frá 2004 endurspegli þörf fyrir tímabæra vakningu á sviði kirkjusöngsins.
Hörður Áskelsson
8.3.2006
8.3.2006
Pistill
Færslur samtals: 5884