Trú.is

Jón Steinar og fyrirgefningin

Við munum öll þegar hann Jón Steinar Gunnlaugsson, sagði að stúlkurnar sem Robert Downey braut á þyrftu bara að fyrirgefa honum, þá myndi þeim líða betur. Jesús segir líka að við eigum að fyrirgefa. Ekki bara sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö. Og það má segja að fyrirgefningin sé rauði þráðurinn í gegnum kristna trú, á henni byggjast allar okkar hugmyndir um samband okkar við Guð, Guð fyrirgefur okkur syndir okkar, þess vegna eigum við líka að fyrirgefa öðrum sem brjóta gegn okkur.
Predikun

Sermon in Vídalínskirkja

The faith in him is personal. However, faith is also common, we are woven together in Christ.
Predikun

Við erum ábyrg gagnvart jörðinni, hafinu og andrúmsloftinu

Við megum til með að vera ábyrg gagnvart jörðinni, hafinu og andrúmsloftinu, til að umhverfið sé hreint og geti verið umgjörð um lífið og lífsforsendur ókominna kynslóða.
Predikun

Inní mér syngur vitleysingur

áðgátur lífsins eru margar. Flest könnumst við, við málsháttinn „Orð eru til alls vís eða fyrst.“ Ég hef löngum velt fyrir mér merkingu þessa málsháttar. Raunar ekki komist að haldbærri niðurstöðu. Nema að málshátturinn á uppruna sinn í Biblíunni. Einhverjum kann að þykja það liggja í „augum úti“ eins og meðlimir pönksveitarinnar Purrks Pilnikk öskruðu úr sér um árið á níunda áratug síðustu aldar og málvandafólk þess tíma fóru úr límingu af vandlæti og áhyggjum hvert unga kynslóðin væri eiginlega að fara með íslenska tungu og útúrsnúningi almennt sem væri aldrei viðeigandi nema fyrir vitleysinga.
Predikun

Hvað er mikilvægast?

Svo lengi sem við höldum áfram að spyrja hvað sé mikilvægt – og hvað sé mikilvægast – þá er von. Við eigum von.
Predikun

Tilvist Guðs

Er Guð til? Við svörum þessari spurningu á margvíslegan hátt. Sá merki vísindamaður Stephen heitinn Hawking svaraði henni neitandi í bók sem kom út nýverið, að honum látnum. Alheimurinn gengur að hans sögn ekki eftir gangverki og hann hafnaði þeirri skýringu að fötlun hans væri einhver guðleg refsing. Sá sjúkdómur sem hann þurfti að glíma við mestalla ævina, ætti sér aðrar og jarðbundnari rætur.
Predikun

Om att crossträna tron

Tro är som en muskel som kan tränas. Helst så att hela kroppen är i rörelse, lite som på en crosstrainer, konditionsmaskinen som motionerar ben och armar och mer därtill. Och förresten, cross-trainer måste ju vara en bra bild för den tro som har ett kors i centrum.
Predikun

Erum við samskotafælin eða glaðir gjafarar?

Spurningin um samskot í kirkjum landsins við guðsþjónustur, eins og tíðkast víða um heim, hefur lengi verið ákveðið feimnismál hér á landi. Margt kemur eflaust til. Ekki er hefð fyrir því og svo er borið við að ekki eigi að tala um peninga í kirkju, alla vega ekki biðja um þá, fólk greiði jú sóknargjöld og fleira er tínt til í afsökunartón. Ábendingar talsmanna Hjálparstarfs kirkjunnar og Kristniboðssambandsins, auk tilhlaupa Kristniboðs- og hjálparstarfsnefndar kirkjunnar sýna að á brattann er að sækja. Að baki virðist liggja ótti, að ekki megi rugga bátnum, er að þessu máli kemur og trúlega eitthvað fleira.
Pistill

Virðing lífs og verndun - Tímabil sköpunarverksins- Fundur höfuðbiskupa af Norðurlöndum

Tímabil sköpunarverksins- Fundur höfuðbiskupa af Norðurlöndum - pallborðsumræður þeirra á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle Assembly, 2018, í Hörpu -Ályktun ráðstefnu Alkirkjuráðsins hér á landi, 2017, um réttlátan frið við jörðu
Pistill

Lystigarðar þjóðar

Kirkjugarðar þjóðarinnar eru merkar stofnanir. Staðir vítt um land, í þéttbýli, í strjálum byggðum. Grafreitir hafa fylgt okkur alla tíð. Staðir sem geyma ríka sögu.
Pistill

Hýsum hælislausa

Í guðspjalli dagsins fer Markús með okkur inn í kunnuglega sögu. Mettun þúsundanna. Þetta er svipuð saga og við sjáum í öðrum guðspjöllum. Svangt og umkomulaust fólk verður satt. Hér af brauði einu, annars staðar bætist fiskur við. Þeir fóru af stað með honum, þeir sem hann vitjaði við vatnið. Fiskimennirnir sem hann sagði að leggja frá sér netin og halda út í óvissuna. Lærisveinar, síðar nefndir postular.
Predikun

Himnaríki og helvíti

Himnaríki og helvíti, þessar andstæður hafa löngum verið manninum hugleiknar. Þær eru ekki bundnar við trúarbrögðin, þetta eru tveir ásar í tilvist okkar. Hvert viljum við stefna, og hvað viljum við forðast?
Predikun