Trú.is

Hver þjónusta ætti að hvíla í bæn

Í bæn sjáum við okkur í samhengi annarra. Það er reiknað með okkur í ráðsályktun Guðs. Ekki bara til einhverra verka, heldur sem verkamenn í að græða brotinn heim og til að veita okkur vonarríka framtíð, okkur og samfélaginu öllu til blessunar.
Predikun

Fyrirætlanir fyrir okkur í útlegð

Það eina sem tengir tilvist okkar í þessum heiminum Guðs ríkinu er ekki dauði okkar, heldur er það líf okkar í þessum stundum vonlausa heimi.
Predikun

Kirkjan og andi sannleikans

Við þekkjum víst öll hvað kveðjustundir geta verið erfiðar - bæði fyrir þann sem þarf að kveðja og hinn sem verður eftir. Oft verða þessar kveðjustundir ógleymanlegar og valda straumhvörfum í lífi fólks, annað hvort til hins verra eða betra.
Predikun

Ástæðan var ást

Hann rak út illa anda viðtekinna hefða og hleypti þannig fóki, sem valdaöflin vildu halda utan við samfélagið, inn og gerði þau að þátttakendum. Hann opinberaði valdaruglið þegar hann ráðlagði okkur að rétta frekar fram hina kinnina en að taka þátt í ofbeldinu og berja frá okkur. Að gefa frekar nærfötin okkar líka til þeirra sem vilja eignast yfirhafnirnar okkar heldur en að taka þátt í óheiðarlegum viðskiptum
Predikun

Blað, skæri, steinn

Það tekur við góður tími, þar sem ný lögmál ríkja. Ekki lögmál samkeppni og yfirgangs heldur lögmál samhjálpar og samkenndar.
Predikun

Nýtt fyrir stafni

Það sem öllum virðist ómögulegt framkvæmir Guð. Þess vegna biðjum við hann líka um hið ómögulega og gefumst aldrei upp á því. Við festum okkur ekki við það sem var og endurspeglum það í núinu eins og það væri óumbreytanlegt lögmál.
Predikun

Tungumál vonarinnar

Bæn hefur verið kölluð tungumál vonarinnar. Tungumál vonarinnar. Já, hvert leitum við þegar mannlegur máttur dugar ekki? Margir hafa lært að leita til skapara síns, Guðs, og finna mátt hans gefa kraft til áframhaldandi lífs og von um bænheyrslu. Bænin hefur áhrif. Guð veit hvað mér er fyrir bestu. Guð veit hvað þér er fyrir bestu.
Predikun

Aftur til fortíðar með Jordan Belfort

En í raun er Belfort ekki vandamálið í mínum huga heldur sú hugmynd að fá hann hingað til lands til að kenna okkur að græða og efla sjálfstraustið. Mér sýnist á myndinni sem byggir á lífi hans og hann var til ráðleggingar um að sjálfstraust hans hafi fyrst og fremst byggst á því að eiga og mega, safna að sér völdum og umgangast lífið sem ránsfeng.
Predikun

Gleðidagur

Friður þýðir jafnvægi. Við erum hvött til þess að ná jafnvægi í lífi okkar til að okkur geti liðið vel og getum gefið af okkur til samferðamanna okkar. Sú manneskja sem á þennan frið, sem Jesús gefur hefur náð því að öðlast jafnvægi í lífi sínu.
Predikun

Hamur syndarinnar

Í guðspjalli dagsins fáum við að heyra af efasemdamanninum Tómasi. Tómas var einn þeirra sem vildi heldur sætta sig við það versta en að festa von sína á nokkuð það, sem ekki er alveg víst.
Predikun

Snertu mig

Kannski segir þessi saga okkur eitthvað um hvernig fyrirbæri trúin er í lífi manneskjunnar. Til að mynda það að hún verður ekki til bara með því að einhver segir okkur eitthvað. Trúin er eitthvað sem sprettur af alvöru reynslu, eins og því að sjá og snerta.
Predikun

Nú er heiðskírt

Í hvert sinn og við opnum bók bókanna og lesum Orð Guðs verður til vísir að predikun. Þða er vegna þess að lesturinn einn og sjálfur er túlkun og þar með útlegging og predikun. Orð Guðs talar sjálft til þess sem les eða heyrir. Undirbúið eða ósjálfrátt velur lesarinn sér áherslur eftir því sem textinn talar til hans í þeim tilgangi að opnast fyrir áheyrendum. Strax þar verður verk andans augljóst.
Predikun