Allir jafnir fyrir Guði
Nú er ekki rétti tíminn til að taka ákvarðanir heldur leita betri lausna. Þær lausnir munu finnast. Ég hvet aðra alla líka til þess að taka sér tíma. Fara ekki einvörðungu á vængjum tilfinninganna. Það þurfa vissulega fleiri að vinna slíka vinnu. Meginhlutverk Alþingis er að setja lög.
Hjálmar Jónsson
15.1.2006
15.1.2006
Predikun
Vínflóð og ofgnótt
Á neðri hæð Neskirkju berjast menn gegn áfenginu en á efri hæðinni er mælt með að Jesús breyti vatni í vín! Rónarnir koma óorði á brennivínið, við á lífið, en ofangæðin fossa úr stórkeröldum himinsins fyrir alla og á öllum hæðum jafnt. Prédikun í Neskirkju 15. janúar 2006 fer hér á eftir.
Sigurður Árni Þórðarson
15.1.2006
15.1.2006
Predikun
Örlæti eða óhóf?
Í brúðkaupinu í Kana er vínið, sem var aðal veisluföngin, uppurið. Það er ljóst af frásögninni að það voru allir búnir að fá nóg, menn voru ölvaðir. En hvað gerir Jesús, hann breytir bara vatni í vín eins og ekkert sé svo boðsgestir geti haldið áfram að gleðjast og fagna. Hvaða mótsögn er þetta inn í okkar samfélag eða er þetta mótsögn?
Arna Grétarsdóttir
15.1.2006
15.1.2006
Predikun
Heilsa kvenna, heilsa mannkyns: Stöðvum ofbeldið
Sú staðreynd er sár að heimilið sem við gjarnan viljum líta á sem griðarstað fjölskyldunnar er hættulegasti staðurinn fyrir konur sem sæta ofbeldi. Á okkar litla landi hafa yfir 6000 konur leitað á náðir Kvennaathvarfsins síðastliðin 20 ár. Það er skuggalega há tala.
Sigrún Margrétar Óskarsdóttir
14.1.2006
14.1.2006
Pistill
Aðgát í nærveru sálar að gefnu tilefni
Mikið hefur gengið á og margt sagt sem betur hefði verið kyrrt látið síðustu daga í fjölmiðlum. Þetta minnir á að við búum í veröld sem er svo tengd og miðluð að stundum gæta blaðamenn ekki að nærveru sálar í æsingi við að miðla upplýsingum sem enginn kærir sig um en sumir telja sig útvalda að veita.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir
12.1.2006
12.1.2006
Pistill
Fundinn!
Símon Jóhannesson gekk fram fyrir Jesú Krist og fékk nýtt nafn sem hefur djúpa merkingu fyrir alla kirkjuna og líf hennar síðan. Þegar við vorum borin fram fyrir frelsarann Jesú Krist í heilagri skírn fengum við nafn, eða það nafn sem við þegar bárum fékk dýpri merkingu. Það varð skírnarnafn.
Kristján Valur Ingólfsson
11.1.2006
11.1.2006
Predikun
Sýnum trú í verki
Þegar fréttir berast af því að fólk liggi látið á heimilum sínum um lengri tíma verða allir slegnir. Ýmsar fleiri tilfinningar bærast með manni eins og hryggð, samúð og samviskubit. Látum ekki lamast af þessum tilfinningum heldur nýtum þær til uppbyggingar þjónustu við þá sem eru einangraðir.
Ragnheiður Sverrisdóttir
11.1.2006
11.1.2006
Pistill
Framlag til mannréttinda og friðar
Fyrir um 65 árum, í kringum árið 1940, komu þýskir hermenn til smábæjar í Rúmeníu. Þar bjuggu meðal annarra nokkrar fjölskyldur Gyðinga. Gyðingarnir voru hræddir við þýsku hermennina og forðuðust að fara út á götu. Í einni af þessum fjölskyldum var 12 ára stelpa.
Toshiki Toma
9.1.2006
9.1.2006
Pistill
Jesús týndur – leit hafin!
Meðan foreldrarnir leituðu að unglingnum var Jesús að leita að sjálfum sér. Þau fundu tryggan og góðan son, en hann fann Guð hið innra, í sjálfum sér. Prédikunarefni í Neskirkjumessu 8. janúar 2006 er spurnarför hins tólf ára Jesú í musterið.
Sigurður Árni Þórðarson
8.1.2006
8.1.2006
Predikun
Forvarnir gegn afsiðun
Almenningsálitið er ekki sjálfsprottið. Það er smíðað af almenningi. Ef þeir sem láta sér á sama standa um siðferðið eru háværastir, mótar það viðhorfin í þjóðfélaginu, einkum meðal ungs fólks sem enn hefur ekki þroskað með sér heilbrigða dómgreind. Ef þeir sem ekki láta sér á sama standa þegja og láta sér nægja að nöldra ofan í kaffibollana sína eru þeir áhrifalausir.
Sigurður Pálsson
8.1.2006
8.1.2006
Predikun
Sá höndli sem höndlað fær
Ég held að við séum ekki að leita að goðsögn, heldur að ákveðnum manni sem var uppi fyrir nákvæmlega tvöþúsund árum og þá næstum tólf ára. Jesús er eilífur og í vissum skilningi tímalaus eða sígildur og en hann er líka sögulegur. Jólin og dagurinn í dag fjalla um opinberun. Opinberun Guðs á sér og vilja sínum.
Jakob Ágúst Hjálmarsson
8.1.2006
8.1.2006
Predikun
Græðgin
Græðgi er sá löstur að fá aldrei nóg, vilja sífellt meir og meir, hugsa um það eitt að skara eld að eigin köku, án þess að láta sig aðra skipta. Græðgin var til forna flokkuð sem ein af hinum sjö höfuðsyndum. Umræðan nú hefur að mestu snúist um ákveðin dæmi græðginnar sem hafa komið upp á yfirborðið.
Þórhallur Heimisson
8.1.2006
8.1.2006
Predikun
Færslur samtals: 5884