Ljósið eilífa
Það er ótrúlegt hvað dimmir þegar slökkt hefur verið á aðventuljósum í gluggum borgarinnar og ljósin á svölum stórhýsanna taka sér hvíld til næstu aðventu. Ekki er þess nú langt að bíða og ég hef velt því á stundum fyrir mér af hverju við slökkvum öll þessi fallegu ljós einmitt mitt í mesta myrkri vetrarins.
Guðný Hallgrímsdóttir
4.1.2006
4.1.2006
Pistill
Aslan er á ferðinni
Í morgunlestri dagsins færir Páll í orð upplifun sína af áhrifum Krists í eigin lífi. „Allt megna ég,“ segir Páll. Mig langar í dag að beina kastljósinu að slíkum upplifunum og áhrifum og vil í þeim tilgangi stíga með ykkur inn í ævintýraveröldina Narníu. Leiðsögumaður okkar heitir C. S. Lewis, það er vetur og talandi bjór tekur til máls.
Árni Svanur Daníelsson
4.1.2006
4.1.2006
Predikun
Málflutningur Siðmenntar
Undanfarið hafa birst nokkrar gagnrýnar greinar í Morgunblaðinu um kristinfræði í skólum landsins þar sem meðal höfunda eru stjórnarmenn Siðmenntar. Þar talar stjórnarmaðurinn Jóhann Björnsson um „ofsatrúaða kennara“ og „umburðarlaust trúboð“.
Bjarni Randver Sigurvinsson
3.1.2006
3.1.2006
Pistill
Hvað viljum við?
Þegar við erum ung og ódauðleg leiðum við ógjarnan hugann að ellinni. En hún kemur, sumum hagstæð, - öðrum þungbær. Aðbúnaður stórs hluta aldraðra sem dvelja þurfa á stofnunum lýsir þvílíkri mannfyrirlitningu að það er þyngra en tárum taki. Sama gildir um fjölda öryrkja.
Sigurður Pálsson
1.1.2006
1.1.2006
Predikun
Líf í fangi
Við erum í elskufangi í öllum lífsaðstæðum. Allt í heimi er ljósbrot Guðsljóssins. Í skírn færum við börn í fang Guðs. Ef ég - við - getum upplifað hamingju þegar nýburi er í fangi hlýtur sú kvika, ofurnæmi, sem við köllum Guð, að geta upplifað ótrúlega hamingju þegar við færum Guði börnin okkar. Nýársprédikun í Neskirkju.
Sigurður Árni Þórðarson
1.1.2006
1.1.2006
Predikun
Kenn oss að telja daga vora
“Kenn oss að telja daga vora...” segir bænin. Við þykjumst nú kunna það. Umkringd tímamælum af öllu tagi, allar stundir upptekin af því að mæla tíma, spara tíma og drepa tíma. Hver veit ekki hvað tímanum líður? Þó er ekki eins víst að öllum sé jafn ljóst hvað klukkan slær eða hverjum hún glymur. “Á snöggu augabragði” geta öll okkar áform, allar okkar ráðstafanir kollvarpast.
Karl Sigurbjörnsson
1.1.2006
1.1.2006
Predikun
Hingað til hefur Drottinn blessað
Við kveðjum nú ár sem hefur verið okkur Íslendingum gott og hefur lagt sitt að mörkum til þess að við megum teljast farsælasta fólk á jarðarkringlunni. Aldrei hefur hróður okkar borist eins víða né fjárafli okkar staðið fleiri fótum. Við höfum margt frumlegt byggt en jafnframt borið gæfa til þess að hyggja að mörgu fornu og gert okkur not af því einnig.
Jakob Ágúst Hjálmarsson
31.12.2005
31.12.2005
Predikun
Blaktandi tilfinningar á snúru
Við endirinn skal upphafið skoða enda er ástæða til og leyfilegt að snúa öllu við hvort heldur það eru málshættir eða annað það sem snýr að okkur á tímum sem þessum. Andvarp tímans sem við vorum farin að kynnast og kannski að sættast við er að enda komið þreytt og tilbúið að byrja upp á nýtt.
Þór Hauksson
31.12.2005
31.12.2005
Predikun
Rannsökum breytni vora!
Vélar eru prófaðar, þar er hægt að gera kröfur og búa til reglur og staðla. Stjórnun fyrirtækja er prófuð og þar eru einnig settir fram gæðastaðlar, sem farið er eftir. En þegar kemur að breytninni, samskiftum okkar við annað fólk, tjáskiptum við okkar nánustu ástvini, við samstarfsfólk á vinnustað og almennt í þjóðfélaginu, - hvaða staðla höfum við þar? - Á hverju byggir siðferðið?
Jón D Hróbjartsson
31.12.2005
31.12.2005
Predikun
Ár mikilla minninga
Við stöndum á tímamótum. Gamla árið er að kveðja. Eftir standa minningar einar. Flestar bjartar vonandi, aðrar daprar og sumar sárar. Guð blessi þær allar. Framundan er nýja árið. Enginn veit hvað það ber í skauti sér, svo er Guði fyrir að þakka. En því fylgja óskir og vonir og gjarnan heitstrengingar sem væntanlega eru til þess fallnar að vekja dáð og dug í glímunni við hið ókomna.
Jón Aðalsteinn Baldvinsson
31.12.2005
31.12.2005
Pistill
Nóg gistirúm í Betlehem
Ef að Jósef og María kæmu til Betlehem um þessi jól væri nóg af rúmum í gistihúsinu. Ef þau kæmust inn fyrir múrinn sem reistur hefur verið til að hefta umferð. Kannski hefði Jesú fæðst á Check point eins og svo mörg Palestínsk börn.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
28.12.2005
28.12.2005
Pistill
Svartur á leik
Harmagráturinn og þjáningin vegna barnsmorðanna í Betlehem eru umhugsunarefni þessa dags í miðri jólavikunni. Í næstu andrá við hátíð ljóss og friðar, þar sem himinn og jörð mætast og manneskjurnar fá að líta dýrð himinsins í barninu litla, dynja yfir ósköp af sláandi stærðargráðu. Öll sveinbörn undir tveggja ára aldri eru leituð uppi og deydd.
Kristín Þórunn Tómasdóttir
28.12.2005
28.12.2005
Predikun
Færslur samtals: 5884