Trú.is

Á sléttsama dekkjum hugans.

Alltaf eru einhverjir forsjálir og skella keðjum undir ímyndunaraflið sem skilar þeim þangað sem þau ætluðu sér á meðan aðrir eru úti að aka, kannski slétt sama um færðina, og finna sig fastir í skafli þess sem hefði ekki þurft að vera. Hvort heldur á keðjum eða sléttsama dekkjum hugans þá er ekkert sem getur seinkað jólunum.
Predikun

Jólafrásagnir, helgisögur og raunveruleiki

Jólafrásagnirnar eru tvær í Nýja testamentinu. Jólaboðskapur Lúkasar sem er vel kunnugur en svo er frásaga Matteusar. Þar höfum við frásöguna um Betlehems-stjörnuna og vitringana sem hefur yfir sér helgisagnablæ. Hvernig getur helgisaga átt við raunveruleikann?
Predikun

Sól eg sá

Allt þetta myndmál, um sólina, morgunstjörnuna og ljósið, talar til okkar hér norður á Íslandi á þessum árstíma. Í dag eru jú vetrarsólhvörf og dagsbirtan ósköp lítil. Einmitt þá er svo stórkostlegt að sækja sér styrk í birtu trúarinnar, og sjá fyrir sér hvernig Guð vill koma eins og skínandi sól til okkar í Jesú Kristi.
Predikun

Sendiboðar

Líkt og Jóhannes skírari var sendur af Guði til að bera vitni og gera götuna greiðfæra fyrir konung konunganna þá er kirkjan send út til að bera vitni um fagnaðarerindið í orði og verki. Og við skulum aldrei gleyma því að við erum Krists börn. Hann er ætíð nálægur okkur í anda sínum og veitir okkur styrk til góðra verka í þágu hins góða, fagra og fullkomna.
Predikun

Jóhannes og sólin

Já, þeir spurðu hann: „Hver ertu?“ Spurning sem þessi er kannske hversdagsleg en hún getur líka verið nærgöngul og afhjúpandi.
Predikun

Jólatré í bandspotta

„Já, það var í eldgamla daga“ sagði pabbinn. „Í dag er fullt af trjám úti um allar sveitir.“ Unglingurinn á heimilinu maldaði í móinn og spurði hvort þessi jól yrði ekki farið í bæinn og fengið sér súkkulaðibolla og piparkökur eins og þau voru vön að gera eftir að hafa sótt jólatré hangandi í bandspotta?
Pistill

Jólin eru að koma

Senn fögnum við jólum enn og aftur. Við erum jólabörn leynt og ljóst. Við berum þann neista í okkar sem jólalögin og skreytingarnar á aðventu hjálpa okkur að viðhalda. Á okkar fyrstu andartökum líktumst við Jesúbarninu mest. Saklaus og ómálga börn. En síðan hefur ýmislegt gerst. Heimurinn hefur leitt okkur áfram á sínum brautum. Hjörtun hafa harðnað og hugurinn með. Oft verðum við einmana á lífsgöngunni og sjáum ekki að Jesús er þar líka og vill ganga með okkur. Það þarf að opna augu okkar svo við sjáum hann. Opna eyrun líka svo við heyrum boðskap hans. Boðskap sem við höfum heyrt en gleymt.
Pistill

Konungurinn kemur

Að hylla Jesú sem konung er að taka söguna um innreið hans í Jerúsalem alvarlega sem mikilvæga valdabaráttu. Að sjá Jesú sem konung er að taka afstöðu í málefni þar sem er ómögulegt að vera hlutlaus. Þetta snýst að öllu leyti um afstöðu okkar til eigin lífs og þeirra afla sem stjórna veröldinni í kringum okkur. Hvað á að ríkja í huga okkar og hjarta? Hvaða „ríki“ viljum við sjá á jörðinni? Fagnaðarerindið um Jesú Krist bendir á Guðs ríki, - himnaríki. Þar á að ríkja öðru fremur réttlæti, friður og gleði andans.
Predikun

Meðgönguhátíð

Ef jólin eru fæðingarhátíð, þá er aðventan meðgönguhátíð. Það minnir líka margt í umgjörð aðventu og jóla á undur lífs og fæðingar.
Predikun

Hugvekja á aðventukvöldi í Seyðisfjarðarkirkju

Ég var beðin um að deila með ykkur í kvöld svolitlu um þær jólahefðir sem ég ólst upp við í Miami. Það eru margar hefðir en ein er mér sérstaklega minnistæð og er mér mjög kær. Það er gjöfin að gefa.
Pistill

Dagurinn í dag er margfaldur minningar- og gleðidagur.

Það er 1. desember, fullveldisdagurinn. Nýtt kirkjuár er hafið með þessum fyrsta sunnudegi í aðventu.
Predikun

Nálaraugað og náðin

Þegar heimskautafarinn norski Roald Amundsen var á leiðinni með mönnum sínum í tveimur flugvélum til norðurheimskautsins forðum daga þá fórst önnur vélin. Þá var allt undir því komið hvort hin vélin gæti borið alla mennina. Öllu, sem nauðsynlegt var, urðu þeir að fórna. Amundsen átti ljósmyndavél sem hann vildi helst ekki skilja við sig.
Predikun