Trú.is

Ilmgrænt haf

Gott er að leggjast í lyngið, sjá lauf glóa, finna kvik fjaðurmjúk atlot þess, fagna í fegurð jarðar meðan rauð og lág sólin lækkar og lyngbreiðan er ilmgrænt haf sem ber þig að hljóðri húmströnd og hylur þig gleymsku. Í þessu ljóði Snorra Hjartarsonar lætur skáldið sig berast eftir ilmgrænu hafi lyngbreiðunnar í átt að algleymi og kyrrð.
Predikun

Réttur og hnefaréttur

Fermingarbörnin hafa gjarnan svörin á reiðum höndum. Mér finnst fróðlegt að spegla vangaveltur á þessum hópi og fá álit þeirra á ýmsum málum. Fræðslan er samtal þar sem við lærum ekki síður en þau og öll sjónarmið fá að njóta sín.
Predikun

Hógvært hjarta

„Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. (…) Far þú heldur er þér er boðið og set þig í ysta sæti…“ (Lk.14:8,10) Í fljótu bragði hljómar þetta eins og Jesús sé að kenna okkur um hógværð. Hógværð er hversdagsleg dyggð og þykir að nokkru leyti bera vott um kurteisi.
Predikun

Dramb er falli næst

Eitt af því mörgu ánægjulega sem fylgir því að vera prestur í Neskirkju er að fá að heimsækja listamenn. Við söfnuðinn starfar öflugt sjónlistaráð og eru sýningar ákveðnar með góðum fyrirvara. Ráðsfólk hefur því tækifæri til að spjalla við þá jafnvel áður en þeir vinna verk sín sem svo verða til sýningar. Sú er og raunin núna með þann viðburð sem nú er í undirbúningi.
Predikun

„Hver heldurðu að þú sért?“

Prédikun dr. David Hamid, biskups í Evrópubiskupsdæmi Ensku biskupakirkjunnar, sunnudaginn 16. september 2018 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Messa í tengslum við héraðsfund Ensku biskupakirkjunnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum haldinn dagana 13.-16. september 2018 í Dómkirkjunni í Reykjavík og í safnaðarheimili Dómkirkjunnar.
Predikun

Fyrirgefning og endurreisn!

Ég hef fylgst, eins og líklega margir aðrir, með umræðu í fjölmiðlum síðastliðna daga og viku um kynferðisbrot innan kirkjunnar og meðhöndlun fjölmiðla á nafngreindum einstaklingum, og um leið umræðu um fyrirgefningu, iðrun og yfirbót.
Predikun

Vegprestur predikar

Fyrir hálfum öðrum áratug vorum við hjónin á ferð yfir Fimmvörðuháls. Svæðið er íðilfagurt og hrikalegt í senn og manneskjan verður harla smá í þeim samanburði. Vart var hægt að snúa sér við án þess að fyllast lotningu og myndavélin óspart notuð. Svo mörgum árum síðar var ég að fara í gegnum myndir sem teknar voru í ferðinni og sá að þar hafði, innan um öll náttúrufyrirbrigðin, vakið athygli mína skilti sem stendur uppi á hálsinum þar sem hann er hæstur.
Predikun

Reynsla djákna

Stundum held ég að djáknar séu goðsögn ein. Flest þeirra sem eru starfandi djáknar leggja mikla alúð í þau verkefni sem þeim eru falin og sinna þeim í kærleik og af trúmennsku.
Pistill

Miklu þjappað í stutta sögu

Það hlýtur að vera svolítið sérstakt fyrir ykkur, kæru fermingarbörn að setjast á bekk hér í þessari kirkju og hlusta á sögurnar og nöfnin sem tengjast henni. Neskirkja er auðvitað hluti af landslaginu ykkar, hér gangið þið um planið á hverjum degi og mörg ykkar hafið kynni af starfinu hérna. En eins og við höfum sagt við ykkur í upphafi hvers dags þá eru miklar líkur á að þið eigið eftir að læra helling áður en þið haldið svo heim á leið að kennslu lokinni.
Predikun

Leikgleði

Þýsk stúlka sem aðstoðaði nýverið í sumarbúðum hér heima á Íslandi veitti því eftirtekt að krakkarnir höfðu meiri tíma fyrir frjálsan leik heldur en í þeim sumarbúðum sem hún þekkir til í Þýskalandi. „Og þau fóru bara í allar áttir að leika“ sagði hún hálf hissa við mig.
Pistill

Predikun á Hrafnseyrarhátíð, 16. júní 2018

Orr dagsins er úr skilnaðarræðu Jesú, er hann kvaddi vini sína fyrir krossinn og hjet þeim að senda þeim Heilagan Anda sinn: “ Þetta hefi eg talað til yðar til þess að fögnuður minn sje í yður og fögnuður yðar sje fullkominn. Þetta er mitt boðorð, að þjer elskið hver annan eins og eg hefi elskað yður,” segir Frelsarinn þar.
Predikun

Predikun á Reykholtshátíð, 9. sd. e. Trin 2018

“Gjörið yður vini með mammón ranglætisins, til þess að þeir, þegar allt um þrýtur, taki við yður í hinar eilífu tjaldbúðir”, segir Jesús í texta dagsins. Mammón vísar til fjegirndar og fánýtis og er hjer að auki auðkenndur með sjerstakri tilvísun til ranglætis. Hinar eilífu tjaldbúðir standa fyrir Guðsríkið, ríki himnanna; hugsjónina um endurleyst mannlíf rjettlætis og kærleika.
Predikun