Trú.is

Biblíudagurinn

Þegar móðuharðindin gengu yfir Ísland ólst lítil stúlka, María Jones að nafni, upp á fátæku heimili í Wales í Bretlandi. Um leið og hún lærði að lesa vaknaði hjá henni löngun til að lesa Biblíuna.
Predikun

Feðraveldið á Konudegi

Jafnréttið byrjar heima. Allar stúlkur eiga föður, og afa, margar bræður og syni. Hvaða faðir vill ekki dóttur sinni vel? Enginn, hefði ég haldið. Það er mikilvægt að feður leggi dætrum sínum lið í mannréttindabaráttu hvar í heiminum sem er, feður og afar, frændur, bræður og synir. Barátta kvenna um heim allan hefur skilað miklum árangri.
Predikun

Guðs Orð er ekki gangráður

Í upphafi var Orðið – og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð, segir í upphafi Jóhannesarguðspjalls, eins og við vonandi þekkjum hér flest sem saman erum komin til að eiga samfélag um ljós og líf, á þessum Drottins degi, samfélag um Orð og bók – samansafn margra bóka – bókasafnið Biblíuna á Konudeginum sjálfum, samfélag um Guðs Orð og leyndardóm þess.
Predikun

Elskar Guð okkur jafnt?

Við söfnumst saman reglulega í kirkjuhúsið í sátt við Guð föður. Þá er safnaður og sérhver okkar ekki áreiðanlegastur hlutur þar sem kærleikur Guðs og umhyggja útfyllast?
Predikun

Víngarðurinn

Guð skuldar mér ekki neitt. Það er alveg ljóst. Gefi hann mér eitthvað, gerir hann það til að sýna að hann elskar mig. Líka alveg rétt. Ég get enga innistæðu eignast hjá honum vegna þess að ég get ekki gefið honum neitt nema það sem hann á nú þegar. Eða hvað?
Predikun

Elsku kennarar

Elsku kennarar! Þið eruð að vinna gríðarlega mikilvægt starf við að kenna börnunum okkar og hjálpa til við að ala þau upp. Þið eigið skilið laun í samræmi við ábyrgð ykkar og framlag til þess að byggja upp góða og réttláta einstaklinga sem kunna eitthvað. En því miður getum við bara ekki borgað ykkur meira. Við þurfum nefnilega að nota peningana í annað. En þið munuð fá þau laun sem þið eigið skilið, að lokum. Það verður bara ekki fyrr en í himnaríki. Jesús sagði nefnilega að hin síðustu munu verða fyrst og hin fyrstu síðust.
Predikun

Guð elskar þig

“Guð elskaði” segir í texta dagsins. –Ef kirkjan ætlar að vera trú hinum kærleiksríka Guði verður hún að vera tengd tilverunni og þjóna kærleikanum sem henni ber,- tengd heiminum og öllum sviðum og þáttum mannlegs lífs. Ekkert er henni óviðkomandi því Guð kærleikans er á vettvangi mitt á meðal okkar. Þannig er Guðsmyndin sem Kristur boðar, Guð er ekki fjarlægur heldur nálægur. Og elska Guðs birtist okkur á marga vegu. Í barnsskírninni vill Guð sýna okkur áþreifanlega að hann elskar okkur og lætur sér umhugað um okkur, löngu áður en við förum að hugsa um hann, löngu áður en við getum gert nokkuð fyrir hann. Hann elskar okkur að fyrra bragði. Hann stígur fyrsta skrefið, á fyrsta leikinn.
Predikun

Hönnuð saga

Þar er efinn og þar er trúin. Þú mátt hafa allar heimsins skoðanir á hvort sagan er trúleg eða ekki, hvort hún er leiðinleg eða skemmtileg en skilaboðin eru skýr.
Predikun

Pútín á fjallinu

Pútín kann vel við sig á fjallinu í ummyndunarljómanum þar sem hann berst við bjarndýr ber að ofan og ræðir við þjóðarleiðtoga um sameiginlega hagsmuni. Hann lætur sig engu varða hvernig þau sem búa í kring hafa það eða hvort þeirra mannréttindi og hagsmunir eru í heiðri hafðir.
Predikun

Betlehem er víða

Betlehem er víða. Allt of víða. Við höfum okkar eigið Betlehem hér á Íslandi. Það er í Keflavík. Við köllum það Gistiheimilið Fit. Þar geymum við þá sem ekki er pláss fyrir þangað til við getum losað okkur við þá.
Predikun