Trú.is

Þegar fyrirheitin og draumarnir rætast

Aðgangur að hreinu vatni þykir okkur sjálfsögð mannréttindi. Staðreyndin er að hreint vatn er sá örlagavaldur sem umfram allt mun gera út um framtíð okkar á jörð. Fullyrt er styrjaldir framtíðar muni framar öllu snúast um aðgang að vatni. Meir en milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni.
Predikun

Spegill

Þessi dagur er upphaf, nýtt upphaf. Í dag get ég byrjað að undirbúa mig fyrir jólin. Ég á ekki við að ég geti byrjað á að undirbúa jólin heldur að undirbúa mig fyrir þau. Til þess get ég notað aðventuna og ég ætla að deila með ykkur nokkrum hugsunum kringum þennan undirbúning.
Predikun

Sameinumst, hjálpum þeim!

Látum enga “samúðarþurrð” á okkur sannast! “Hjálpum þeim!” er ákallið sem berst til okkar í upphafi jólasöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar. Hjálpum þeim sem eru í kapphlaupi við tímann að koma hjálp til þúsunda sem enn eru bjargarlaus í fjöllum Pakistan!
Predikun

Fortíðin vatnsgreidd og í matrósufötum

Hversu oft skyldum við standa frammi fyrir framtíðinni? Á hverju andartaki lífs okkar hlýtur að vera svarið við þessari spurningu. Margur ber kvíðboga fyrir morgundeginum og til þess að gera næstu andartökum. Ekki vegna þess að hún – framtíðin stendur nakin frammi fyrir okkur og fortíðin í matróstufötum og eða blúndukjól – saklaus og hrein, sem hún alls ekki er.
Predikun

Hvar er Guð?

Predikanir enda í Jerúsalem, en eigum við að fara til Palestínu til að hitta Jesú? Nei, þú finnur ekki æðstu sælu lífsins þar. Ef þú ferð til Jerúsalem muntu finna að Jesús er löngu farinn. Hann er heima hjá þér. Hann er í Skjólunum, á Gröndunum, Melunum, Högunum og suður í Skerjafirði, við dyrnar þínar.
Predikun

Til Guðs þakka

Gleðilegt nýtt kirkjuár! Fyrsti sunnudagur í aðventu og jólafasta gengur í garð. Guðspjall dagsins er frásögn af konungskomu, innreið Jesú í Jerúsalem. Munum það að aðventu og jólahaldi er ætlað að fagna konungi konunganna, sem allt vald hlýtur um síðir að lúta. Guðspjallið lýsir því er hann kemur til borgar sinnar, ekki í gullvagni og englafylgd, ekki í forstjórajeppa né öðrum stöðutáknum auðs og valda. Hann kemur hógvær og ríðandi á asna.
Predikun

Jesús kemur

Í dag eru tímamót og í dag minnumst við tímamóta. Við horfum aftur til áfanga í sögu íslensku þjóðarinnar. Hún stóð á merkum tímamótum fyrir 84 árum er hún hlaut fullveldi og viðurkenningu sem frjáls þjóð í sjálfstæðu ríki. Ísland varð konungsríki og við leyfðum Dönum að eiga með okkur konung í rúman aldafjórðung. Eftir 58 ára lýðveldi er enn spurt: Hvað merkir fullveldi og frelsi á nýrri öld?
Predikun

Fagnaðarerindi eða hagnaðarerindi?

Síðan lukti hann aftur bókinni og sagði „Í dag hefur ræst þessi ritningargrein í áheyrn yðar!“ Hann er að segja að hann sé uppfylling þessara fyrirheita. Kristin kirkja játar það, og fullyrðir að öll fyrirheit, spámæli, framtíðarsýn heilagrar ritningar rætist í honum. Ekki aðeins einu sinni endur fyrir löngu. Hann er hér á jörð oss nær, hann flytur enn fátækum gleðilegan boðskap. Og í dag rætast þessi fyrirheit í áheyrn okkar sem hér erum samankomin í sóknarkirkjunni okkar í dag.
Predikun

Jesús Kristur, Harry Potter og aðventan

Það eru margir búnir að bíða lengi eftir veislu helgarinnar. Þessa þrjá síðustu daga eru frátekin tæplega þrjátíu þúsund sæti fyrir veislugestina. Síðan verður pláss fyrir tugi þúsunda allra næstu vikur. Áður en yfir lýkur verður örugglega góður bróðurpartur íslensku þjóðarinnar búin að taka þátt í fagnaðinum, upplifa ævintýrið, halda hátíðina með unglingum á öllum aldursskeiðum.
Predikun

Náðarár

Við höfum fagnað hér yfir fögru listaverki til prýði og helgrar þjónustu Hallgrímskirkju. Skírnarsárinn sem hér var vígður í upphafi messu, er látlaus í sinni tæru fegurð, listaverk Leifs Breiðfjörð, kærleiksgjöf Kvenfélags Hallgrímskirkju og annarra hollvina kirkjunnar sem um árabil hafa tjáð kærleika sinn og helgar minningar með gjöfum sínum.
Predikun
Predikun